Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1994, Blaðsíða 48

Æskan - 01.04.1994, Blaðsíða 48
Á björtum apríldegi gekk ég ásamt vin- konum mínum um skemmtigarð í úthverfi Lundúna. Þá barst að hlustum okkar til- kynnlng um að Bad Boys Inc. væri að stíga á svið. Forvitni okkar var vakin og við drifum okkur að sviðinu þar sem fyrir var ógnarstór hópur af öskrandi aðdáendum. Ástæðan kom í Ijós þegar fjórir ungir piltar, hver öðr- um myndarlegri, birtust á sviðinu og hófu upp raust sína. Ekki nóg með að þeir gætu sungið - danshæfileikarnir voru ekki heldur af skornum skammti. En hverjir voru þessir fjallmyndarlegu piltar og hvaðan komu þeir? Þegar tækifæri gafst til að hitta þá og svala forvitni um Fé- lag slæmra stráka tók ég því fegins hendi. Örlítið feimin en full tilhlökkunar skundaði ég af stað. Matthew og Tony tóku á móti mér. Þeir sögðu að David væri í símanum og Ally hefði þurft að fara á sjúkrahús til að láta líta á fingurinn á sér. Seinna kom í Ijós að þeir höfðu verið að leika körfuknattleik inni á skrifstofu umboðsmanns síns. Eftir að þeir höfðu „lagt hana í rúst“ greip Alli knöttinn illa og meiddi sig þannig. Var ein- hver að tala um slæma stráka?! Þegar Davíð kom úr símanum sögðu strákarnir mér sögu hljómsveitarinnar... [ apríl 1993 stofnuðu Davíð, Alli og Toni ásamt fjórða manni hljómsveit og létu sig dreyma um að verða frægar poppstjörnur. Ósætti varð og félagarnir þrír sátu uppi án aðalsöngvara. En fall er fararheill. í maí hringdi drengur að nafni Matthías og sagð- ist vilja verða aðalsöngvari hljómsveitarinn- ar. Hann söng „Careless Whisper" í símann og var ráðinn á stundinni. Þar og þá varð til Félag slæmra stráka. ( kjölfarið fylgdi hljóm- plötusamningur og síðan hefur leiðin legið upp á við. DRAUMAR RÆTAST ... - Jæja, strákar! Áður en við tölum um ykkur langar mig til að heyra hvað þið vitið um ísland ... T: Þar er kalt, er það ekki? M: Tungumál ykkar er skrýtið. Ég var að skoða Æskuna og ég skildi ekki eitt orð! En þar voru fallegar landslagsmyndir. Þetta er greinilega mjög fallegt land. D: Ég veit að þar er hægt að fara á skíði. Ég hef mjög gaman af því. - Hvað giskið þið á að íbúarnir séu margir? D: Ja, svona tvær milljónir. Er það ekki raunhæf ágiskun? Þegar þeir fengu að heyra réttu töluna kom undrunarsvipur á þá ... Allir: Bara 265 þúsund! T: Það er ekki mikið. En ég býst þá við að ekki sé mjög þröngt um ykkur! - Hvað höfðuð þið reynt lengi fyrir ykkur á tónlistarsviðinu áður en Félag slæmra stráka varð til? D: [ mörg ár. Ég var í öðrum hljómsveit- um á undan þessari. Ég átti heima í Bour- nemouth og dreymdi alltaf um að fara til Lundúna og verða poppstjarna. Ég er í sjö- unda himni yfir að draumur minn er að ræt- ast. T: Við Alli unnum sem fyrirsætur og kynntumst í því starfi. Við höfðum lengi sungið dálítið og dansað. Þegar við kynnt- umst Davíð og tækifærið bauðst ákváðum við að láta reyna á það. Þegar ég var lítill dreymdi mig um að David William Ross - f. 15.3. 1974. Hlutverk i BBi: Er dansari, syng bakraddir og sem og útset sum lögin. Sjálfslýsing: Ég er enn að læra að þekkja sjálfan mig og er mjög viðkvæmur. Það er auðvelt að stjórna mér en mér tekst þó æ betur að varast það. verða frægur og ríkur - en ekkert meira en aðra og ég ætiaði aldrei að gera neitt í því. Mig hafði aldrei dreymt um að verða popp- stjarna. Ég var ánægður með starfið. M: Þetta er svo „stór“ draumur. Þegar ég var lítill patti sagði ég við mömmu og pabba að ég ætlaði að verða frægur söngv- ari. Þau höfðu ekki mikla trú á því og báðu mig að koma niður úr skýjaborgunum. Þau studdu mig samt þegar ég sagði þeim að þetta væri það sem ég vildi og gæti gert og nú eru þau mjög stolt og ánægð með það sem ég er að gera. EN MIKIL VINNA ... - Þið eruð orðnir poppstjörnur og ég sé að þið eruð brúnir og sællegir. Er þetta það Ijúfa líf sem ykkur dreymdi um? Flatmagið þið á sólarströnd milli þess sem þið komið fram og hljóðritið lög? M: Við vorum í Flórída að taka upp o Tony James Dowding - f. 6.9. 1972. Hlutverk: Samkvæmt fjölmiðlunum á ég vist að vera slæmi strákurinn i BBI. Það er allt i lagi, þá hef ég afsökun fyrir að gera það sem mig langar til. Lýsing: Ég er brjálaður - ég geri mér sífeiit betur grein fyrir þvi... 4 8 Æ S K A N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.