Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1994, Blaðsíða 51

Æskan - 01.04.1994, Blaðsíða 51
Kveðjustund. Hörður Ellert og Hjörtur Hjartarson kveðja vini sína úr Flórídakórnum. Bolirnir eru kveðjugjöf. KÖRFURÁHVERJU HÚSI - Hvar dvöldust þið? Hörður: Við vorum á hót- eli mótsdagana en fyrir og eftir mótið gistum við á heimilum stráka úr Drengja- kór Flórída. Ég var heima hjá strák sem var hjá mér þegar þeir heimsóttu okkur í fyrra. Þar var sólarorka nýtt til alls, fyrir upphitun og Ijós. Ólafur: Þarna eru körfur á hverju húsi! Hrafn: Og alls staðar sundlaugar! Ólafur: Ekki alveg alls staðar... Hörður: Líklega við ann- að hvert hús. Jóhann Ari: Fólkið, sem við vorum hjá, var misjafn- lega ríkt. Hrafn: Ég svaf í ofsalega stóru vatnsrúmi! - Gátuð þið skemmt ykkur eitthvað? Hörður: Já, við fórum til dæmis í dýra- og skemmti- garð, Bush Garden. Jóhann Ari: Þar er einn stærsti „rússibani" í heimi. Hrafn og Ólafur: Já, hann var æðislegur! - Fóruð þið á ströndina? Hrafn: Já, það var fínt! Við busluðum þar í þrjá klukkutíma... Ólafur: Og hefðum viljað vera miklu lengur! - Var veðrið gott? Hörður: Já - og stundum var allt of heitt, 35-40 stig um miðjan daginn. Hrafn: Maður varð jafn- vel feginn þegar rigndi! Ólafur: Við fórum líka í vatnsgarðinn! Hörður: Hann heitir Æv- intýraeyjan, „Adventure Is- land“. Þar eru alls konar Beðið eftir gusu...! Kristján, Jóhann Marel, Finnur Marinó, Hjörtur Hjartarson, Hannes og Hrafn Hjartarson i„Bush Garden". rennibrautir, margar mjög hressilegar! Meira að segja var svo mikil fallhæð í einu tækinu að enginn lagði í að fara þar niður! ÖNNUR ÁHUGAMÁL - Hafið þið tíma fyrir önnur áhuga- mál? Jóhann Ari: Já, maóur getur alltaf fundið tíma. Ég er að læra á píanó, er á 4. ári. Ég hef verið dálítið í leiklist og sungið víða. Ég lék Emil í Þjóðleikhúsinu á- samt öðrum og hef verið með í þremur stuttmynd- um, til dæmis Það var skræpa. Ég var í hlutverki Amals í söngleiknum Amal og næturgestirnir sem Óp- erusmiðjan setti á sviö. Ég hef sungið einsöng með Karlakór Reykjavíkur og Sinfóníuhljómsveitinni, tal- aö og sungið í kvikmynd- inni, Þrinsessan og durtarn- ir, og sungið inn á diska, t.a.m. Ronju ræningjadóttur og Hvaö á að gera? Hörður: Ég hef mestan áhuga á körfubolta. Ég æfði hann og knattspyrnu með Fjölni í Grafarvogi og ætla að byrja aftur í körfunni. Ég var líka mörg ár í barna- stúku. Við heimkomuna: Sigurvegararnir í tvísöngskeppninni: Ólafur Friðrik og Hrafn. Ólafur: Ég er að læra á píanó, er að Ijúka öðru ári. Ég hef farið á tvö námskeið í knattspyrnu og var í Rokklingaskólanum. Hrafn: Ég læri á gítar hjá Tónskóla Sigursveins. Ég fékk áhuga á því þegar ég fór með frænda mínum í Skíðaskólann í Kerlingar- fjöllum. Hann er skíðakenn- ari og leikur á gítar. Ég var fyrst í leikskólakór og seinna með Rokklingunum. Þeir hafa í nógu að snú- ast, strákarnir. Ég tef þá ekki lengur, þakka þeim fyr- ir spjallið og óska þeim og kórnum góðs gengis. KH. Hrafn, Jóhann Ari, Hörður Ellert og Ólafur Friðrik. Æ S K A N 5 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.