Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1994, Blaðsíða 50

Æskan - 01.04.1994, Blaðsíða 50
SIGRAD Á SÓLARSTRÖND Drengjakór Laugarnes- kirkju sigraði á alþjóðlegu drengjakóramóti i Flórída í vor. Forvitni okkar var vakin og við fengum nokkra félaga kórsins til viðtals... Drengjakór kirkju. Sjónvarp hefur brugðið upp fyrir okkur mynd af hátíðlegum drengjum, gjarna í kyrtlum. En strák- arnir sem koma til fundar við mig eru fjörmiklir, glettnir og hressilegir. Kórinn var stofnaður í október 1990. Stofnfélagar voru 15. Einn af þeim var Jóhann Ari Lárusson, nú 13 ára, fæddur í desember. Hann er hér. Hörður Ellert Ólafsson 15 ára gekk í kórinn í árs- byrjun 1991. Mættur til leiks. Ólafur Friðrik Magnusson 11 ára og Hrafn Davíðsson 9 ára (10 í október) byrjuðu í undirbúningsdeild haustið 1992. Komnirtil viðtals. Ég spyr þá fyrst hvort fleiri drengjakórar starfi á landinu... Jóhann Ari: Nei, þetta er sá eini núna en einhvern tíma áður var drengjakór á vegum KFUM. - Af hverju byrjuðuð þið að syngja með kórnum? Hörður: Amma las aug- lýsingu í blaði og benti mér á hana. Ég var ekki alveg á því fyrst að taka þátt í þessu en fór samt að kynna mér starfið. Það var tekið svo vel á móti mér að ég á- kvað að vera með. Jóhann Ari: Það voru settar upp auglýsingar í skólanum mínum, Voga- skóla, og kennarar ýttu á að við gengjum í kórinn. Ég skellti mér í þetta. Ólafur Friðrik: Ég sá aug- lýsingu í blaði og sýndi mömmu hana. Henni fannst sjálfsagt að ég gengi í kórinn. Hrafn: Mamma sá aug- lýsingu. Henni þótti senni- legt að ég vildi vera með af því að ég hef alltaf haft gaman af að syngja og eig- inlega alltaf verið að syngja! Það var líka alveg rétt! Kór og stjórnandi við Laugarneskirkju i upphafi ferðar. S O Æ S K A N „SUNGUM FYRIR FORSETANN" - Hve oft æfið þið og hve lengi í einu? Hörður: Tvisvar í viku, eina og hálfa klukkustund í einu - með stuttu hléi. Jóhann Ari: Við erum líka í einum einkatíma á viku, hálftíma. Þá er raddþjálfun og æfð tónheyrn. - Stjórnandi ykkar heitir Ronald Vilhjálmur Turner. Talar hann íslensku? Hrafn og Ólafur: Já, já. En áður en við fórum til Flórída talaði hann ensku við okkur til þess að við gætum skilið bandaríska stjórnandann sem æfði alla kórana í einu. - Syngið þið oft við messur? Hörður: Einu sinni í mán- uði í Laugarneskirkju. - Hafið þið sungið á fleiri stöðum? Jóhann Ari: Já, mörgum. Við sungum til dæmis á upphafssamkomu fjöl- skylduársins í Háskólabíói í janúar ásamt fleiri kórum. Hörður: Við höfum skemmt í hjúkrunarheimil- inu Skjóli og félagsheimili aldraðra í Hvassaleiti og sungið í mörgum kirkjum. Jóhann: Við höfum líka sungið fyrir forsetann og í sjónvarpsmessu á aðfanga- dagskvöld 1991. Hörður: Og haldið tón- leika, einir og með kórum sem hafa heimsótt okkur, frá Flórída, Danmörku og Svíþjóð. - Hve gamlir þurfa strák- ar að vera til að komast í kórinn? Jóhann Ari: Það er mið- að við 10 ára aldur... Hrafn og Ólafur: .. en í undirbúningsdeild eru 8-10 ára strákar. - Hvað getið þið verið lengi í kórnum? Hörður: Eins lengi og við höfum rétta rödd - eða þangað til við förum í mút- ur. Ég verð líklega að hætta í vor af því ég er að missa röddina, drengjaröddina! ÞREFALDUR SIGUR - Þið fóruð fyrst til keppni í Flórída 1992. Hvernig gekk? Hörður: Þá voru allir hinir kórarnir miklu betri en við. Jóhann Ari: Við vorum ekki eins vel undirbúnir og þeir sem höfðu sungið saman í mörg ár. - En nú sigruðuð þið glæsilega... Hörður: Við kepptum í ein- söng, tvísöng, 20. aldar tón- list og almennt sem drengja- kór. Kórinn vann í hvorri tveggja keppninni og Hrafn og Ólafur í tvísöngnum. - Komuð þið oft fram? Jóhann: Við sungum á setningarhátíðinni, á tón- leikum í kirkjum þrjú kvöld og á lokatónleikum í Lista- miðstöðinni í Tampa Bay. Ólafur: Líka við tvær messur og síðast á tónleik- um með Drengjakór Flór- ída. Hrafn: Á lokatónleikun- um sungum bara við og þeir sem urðu í öðru sæti. Ólafur: Hinir sungu þjóð- söngva sína eins og við og allir kórarnir sungu saman þegar sá breski stjórnaði ... Hörður: Það var gesta- stjórnandinn, Sir David Willcocks. Jóhann Ari: Það má líka nefna að við fórum í skól- ann, sem strákarnir í Flór- ídakórnum eru í, og kynnt- um ísland. Hörður: Þar sögðum við frá landinu og sýndum myndir, litskyggnur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.