Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1994, Síða 50

Æskan - 01.04.1994, Síða 50
SIGRAD Á SÓLARSTRÖND Drengjakór Laugarnes- kirkju sigraði á alþjóðlegu drengjakóramóti i Flórída í vor. Forvitni okkar var vakin og við fengum nokkra félaga kórsins til viðtals... Drengjakór kirkju. Sjónvarp hefur brugðið upp fyrir okkur mynd af hátíðlegum drengjum, gjarna í kyrtlum. En strák- arnir sem koma til fundar við mig eru fjörmiklir, glettnir og hressilegir. Kórinn var stofnaður í október 1990. Stofnfélagar voru 15. Einn af þeim var Jóhann Ari Lárusson, nú 13 ára, fæddur í desember. Hann er hér. Hörður Ellert Ólafsson 15 ára gekk í kórinn í árs- byrjun 1991. Mættur til leiks. Ólafur Friðrik Magnusson 11 ára og Hrafn Davíðsson 9 ára (10 í október) byrjuðu í undirbúningsdeild haustið 1992. Komnirtil viðtals. Ég spyr þá fyrst hvort fleiri drengjakórar starfi á landinu... Jóhann Ari: Nei, þetta er sá eini núna en einhvern tíma áður var drengjakór á vegum KFUM. - Af hverju byrjuðuð þið að syngja með kórnum? Hörður: Amma las aug- lýsingu í blaði og benti mér á hana. Ég var ekki alveg á því fyrst að taka þátt í þessu en fór samt að kynna mér starfið. Það var tekið svo vel á móti mér að ég á- kvað að vera með. Jóhann Ari: Það voru settar upp auglýsingar í skólanum mínum, Voga- skóla, og kennarar ýttu á að við gengjum í kórinn. Ég skellti mér í þetta. Ólafur Friðrik: Ég sá aug- lýsingu í blaði og sýndi mömmu hana. Henni fannst sjálfsagt að ég gengi í kórinn. Hrafn: Mamma sá aug- lýsingu. Henni þótti senni- legt að ég vildi vera með af því að ég hef alltaf haft gaman af að syngja og eig- inlega alltaf verið að syngja! Það var líka alveg rétt! Kór og stjórnandi við Laugarneskirkju i upphafi ferðar. S O Æ S K A N „SUNGUM FYRIR FORSETANN" - Hve oft æfið þið og hve lengi í einu? Hörður: Tvisvar í viku, eina og hálfa klukkustund í einu - með stuttu hléi. Jóhann Ari: Við erum líka í einum einkatíma á viku, hálftíma. Þá er raddþjálfun og æfð tónheyrn. - Stjórnandi ykkar heitir Ronald Vilhjálmur Turner. Talar hann íslensku? Hrafn og Ólafur: Já, já. En áður en við fórum til Flórída talaði hann ensku við okkur til þess að við gætum skilið bandaríska stjórnandann sem æfði alla kórana í einu. - Syngið þið oft við messur? Hörður: Einu sinni í mán- uði í Laugarneskirkju. - Hafið þið sungið á fleiri stöðum? Jóhann Ari: Já, mörgum. Við sungum til dæmis á upphafssamkomu fjöl- skylduársins í Háskólabíói í janúar ásamt fleiri kórum. Hörður: Við höfum skemmt í hjúkrunarheimil- inu Skjóli og félagsheimili aldraðra í Hvassaleiti og sungið í mörgum kirkjum. Jóhann: Við höfum líka sungið fyrir forsetann og í sjónvarpsmessu á aðfanga- dagskvöld 1991. Hörður: Og haldið tón- leika, einir og með kórum sem hafa heimsótt okkur, frá Flórída, Danmörku og Svíþjóð. - Hve gamlir þurfa strák- ar að vera til að komast í kórinn? Jóhann Ari: Það er mið- að við 10 ára aldur... Hrafn og Ólafur: .. en í undirbúningsdeild eru 8-10 ára strákar. - Hvað getið þið verið lengi í kórnum? Hörður: Eins lengi og við höfum rétta rödd - eða þangað til við förum í mút- ur. Ég verð líklega að hætta í vor af því ég er að missa röddina, drengjaröddina! ÞREFALDUR SIGUR - Þið fóruð fyrst til keppni í Flórída 1992. Hvernig gekk? Hörður: Þá voru allir hinir kórarnir miklu betri en við. Jóhann Ari: Við vorum ekki eins vel undirbúnir og þeir sem höfðu sungið saman í mörg ár. - En nú sigruðuð þið glæsilega... Hörður: Við kepptum í ein- söng, tvísöng, 20. aldar tón- list og almennt sem drengja- kór. Kórinn vann í hvorri tveggja keppninni og Hrafn og Ólafur í tvísöngnum. - Komuð þið oft fram? Jóhann: Við sungum á setningarhátíðinni, á tón- leikum í kirkjum þrjú kvöld og á lokatónleikum í Lista- miðstöðinni í Tampa Bay. Ólafur: Líka við tvær messur og síðast á tónleik- um með Drengjakór Flór- ída. Hrafn: Á lokatónleikun- um sungum bara við og þeir sem urðu í öðru sæti. Ólafur: Hinir sungu þjóð- söngva sína eins og við og allir kórarnir sungu saman þegar sá breski stjórnaði ... Hörður: Það var gesta- stjórnandinn, Sir David Willcocks. Jóhann Ari: Það má líka nefna að við fórum í skól- ann, sem strákarnir í Flór- ídakórnum eru í, og kynnt- um ísland. Hörður: Þar sögðum við frá landinu og sýndum myndir, litskyggnur.

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.