Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1994, Blaðsíða 7

Æskan - 01.04.1994, Blaðsíða 7
Hér byrjar nýr þáttur. Evrópumeistar- inn og „heimsmeistarinn okkar“ í þolfimi, Magnús Scheving, mun svara spurning- um um íþróttaiðkun, heilbrigði og holl- ustu - eins og kynnt var í ávarpsorðum í 3. tölublaði Æskunnar... ÞOLFIMIKEPPNI Kæri Magnús! Til hamingju með árangurinn. Okkur strákunum finnst þú aðal- heimsmeistarinn! Að verða 0.04 stigum á eftir japönskum manni í keppni sem fer fram í Japan með mörgum japönskum dómurum - það er sigur og ekkert ann- að! Er hægt að hafa þolfimikeppni fyrir unglinga? Áhugasamur. Svar: Þolfimikeppni á vegum Æskunnar og „Gallerí Aerobic Sports" fer fram í sept- ember og október. Hún verður undirbúin í sumar. Ég mun birta keppnisreglur í 5. tbl. Æskunnar sem kemur út 20. júlí nk. Keppt verður í tveimur aldursflokkum, 9-12 og 13-16 ára. Keppnin verður hald- in víða um land og sigurvegari í hverjum landshluta keppir á úrslitakvöldinu í Reykjavík. Ef þú átt heima í Reykjavík eða grennd getur þú æft unglingaþolfimi í „Gallerí Aerobic Sport," Faxafeni 12 (s. 679400). OF SEINT AD BYRIA ... Magnús Scheving! Ég er 13 ára stelpa og hef aldrei æft í- þróttir. Get ég náð góðum árangri ef ég byrja núna? Sigga Vigga. Svar: Auðvitað! Það er aldrei of seint að byrja að hreyfa sig. ( þolfimi hjá mér er til dæmis maður sem er 67 ára og byrjaði 63 ára! En þú ert að spyrja hvort þú náir góð- um árangri. Hvað er góður árangur? Ef þú ert að tala um að sigra þá veistu að það kostar mikla vinnu og mikinn sjálfsaga. En það geta allir sem setja markið hátt. Þetta er auðvitað spurning um að vera í réttum félagsskap, láta áfengi vera og auðvitað að reykja alls ekki. Svo er líka góður árangur að vera í góðu formi, líða vel og hugsa um heils- una. Ég kalla góðan árangur að hreyfa sig þrisvar til fjórum sinnum í viku reglu- lega. Og stunda þá t.a.m. sund, hjólreið- ar, þolfimi eða boltaíþróttir. Hugsaðu aldrei þannig að þú sért of sein að hugsa um heilsuna! AD ÞYNGJA SIG ... Kæri Magnús! Ég hef alltaf átt í vandræðum með þyngdina. Ég er ekki nógu þungur! Getur þú gefið mér ráð til þess að bæta við mig kílóum - án þess að fitna. Ég hef góða lyst og borða alls konar mat en samt... Vongóöur. Es.: Það er stórkostlegt að verða Evr- ópumeistari og jafn heimsmeistara! Svar! Það er dálítið erfitt fyrir mig að svara þessari spurningu fyrr en ég veit hvað þú ert gamall. Að bæta við þyngdina er stundum erfitt, næstum eins erfitt og að losa sig við aukakíló. Besta ráðið er að borða hollan mat reglulega, láta aldrei líða meira en tvær til þrjár stundir milli mála (Það er reyndar ekki gott fyrir tennurnar svo að þú skalt hafa tannburstann ekki langt undan!). Hér er hugmynd að matseðli. Auðvitað verður þú að byrja hægt og auka skammtinn smám saman. Kl. 07.30: Skyr eða jógúrt með „múslí“ út í. Banani, ávaxtasafi, brauð, léttmjólk eða undanrenna. Kl. 10.00: Epli eða banani, appelsína. Samloka með grænmeti. Tvö til þrjú glös af vatni. Kl. 12.00: Pasta, spaghettí, eða fiskur með kartöflum, grænmeti eða súpa. Ávaxtasafi eða vatn. Kl. 15.00: Vatn, hrökkbrauð eða brauð með osti, undanrenna eða fjörmjólk. Kl. 17.00: Banani, appelsína. Kl. 19.00: Kjöt eða fiskur með kartöfl- um, grænmeti eða hrísgrjónum eða grjónagrautur. Kl. 21.00: Vatnsglas, vínber eða poppkorn. Nauðsynlegt er að fara snemma að sofa. Það er líka gott fyrir þig að lyfta lóðum ef þú ert orðinn nógu gamall til þess. Gangi þér vel! ÓBEINAR REYKINGAR Magnús! Ég hef dálitlar áhyggjur. Mamma mín reykti í mörg ár. Hún hætti í vetur. Ég vona að hún standi sig. En ég er hrædd um að reykingaloftið heima hafi skemmt fyrir mér og ég geti ekki náð eins góðum árangri og hinar stelpurnar. Ég var að byrja að æfa hlaup. Getur það verið? Ég hef auðvitað aldrei reykt sjálf. Mamma vann úti eftir hádegi og ég var í skólanum á morgnana. En það var alltaf reykingalykt heima. Htaupasjúk. Svar: Það vita allir sem hugsa eitt- hvað um heilsuna að reykingar eru versti óvinur lungnanna. Það eru lungun og hjartað sem sjá okkur fyrir súrefni og sjá til þess að þolið (úthaldið) sé í lagi. Þeg- ar maður æfir hlaup skiptir það miklu máli. Það er auðvitað hámark sjálfselsk- unnar að reykja í návist fólks sem ekki reykir. En núna er mamma þín hætt að reykja, gott hjá henni! Með markvissum æfingum og útiveru ætti þetta ekki að skaða þig. Allt er á uppleið hjá þér! Þakka ykkur fyrir bréfin! Það er gaman að sjá að þið hugsið öll um heilsuna! Verið ófeimin við að spyrja. Með kærri kveðju, Magnús Scheving. Æ S K A N 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.