Æskan - 01.04.1994, Blaðsíða 52
Umsjón: Ragnheiður Jóna Ármannsdóttir.
ÚTILEGA AÐ ÚLFLJÓTSVATNI
Frásögn af félagsútilegu Landnema,
úr Flokksbók Freyja.
Útilega að Úlfljótsvatni dagana 25,-
27. febrúar 1994.
Það var mjög gaman í þessari útilegu.
Við gerðum margt skemmtilegt. Farið
var í íþróttakeppni, sund, næturleik,
þrautaleik o.fl. Við Freyjurnar unnum í-
þróttakeppnina. Gyðjurnar hlutu viður-
kenningu fyrir þrautaleikinn.
Við fórum í morgunleikfimi undir
stjórn Draupnis. Við fórum í sund í
Ljósafosslaug. Það var mjög gaman. Við
gengum báðar leiðir.
Við fórum líka í einn næturleik. Steini
hafði verið rænt frá kónginum. Við áttum
að finna púka sem kveikti annað veifið á
vasaljósi. Þúkinn var Gaui.
Við vorum eiginlega alltaf að syngja,
næstum því stanslaust. En það var mjög
gaman.
Við flögguðum báða morgnana.
Nýliðar voru vígðir í félagið. Við
drukkum Indíánamjöð. Mér fannst allt í
lagi með bragðið.
Kvöldvökurnar voru skemmtilegar. Á
þeirri síðari áttu allir að flytja skemmtiat-
riði. Við áttum að búa til söng um alla
foringjana. Mér fannst hann bara takast
vel.
Við borðuðum mikið! Það var morg-
unverður, hádegisverður, kaffi, kvöld-
verður og kvöldkaffi. Maðurinn, sem eld-
aði, er kallaður Maggi. Það var alltaf
sunginn borðsálmur fyrir og eftir matinn.
Við Freyjurnar fengum Töfrafánann
einu sinni. En þann fána hlýtur sá fiokkur
sem gengur snyrtilegast um í matsaln-
um. Og þaö síðasta, sem ég man eftir
að við gerðum, var að við sváfum!
Kría.
FRÆÐST UM NOKKRA
FÉLAGA
Kristín 11 ára.
Hef verið skáti frá því í janúar 1994.
Áhugamál: Skátastarf og hlaup.
Skemmtilegasti söngurinn:
Skátasyrpan.
Það skemmtilegasta í starfinu:
Útilegurnar - af því að þar er svo
margt gert og starfið fjölbreytt.
Gerðist skáti af því að vinkona mín er
skáti.
Hlín 11 ára.
Ég varð skáti í september 1993.
Áhugamál: Skátastarf og körfugerð.
Skemmtilegasti söngurinn:
Nú suðar undiraldan.
Skemmtilegast í starfinu: Útilegurnar.
Gerðist skáti af því að það var svo
skemmtilegt í sumarbúðunum að
Úlfljótsvatni.
Una Særún 11 ára.
Skáti frá því í september 1993.
Áhugamál: Skíða- og skautaferðir,
skátastarf, kettir, hjólreiðar.
Skemmtilegasti söngurinn: Ömmulagið.
Skemmtilegast: Útilegurnar.
Varð skáti eftir að ég fór í sumarbúðir
að Úlfljótsvatni.
Hverjum ég vil helst líkjast: Þabba.
Lilja 10 ára.
Hef verið skáti í eitt ár.
Áhugamál: Skátastarf, píanóleikur
o.fl.
Skemmtilegasti söngurinn:
Ömmulagið.
Skemmtilegast í starfinu: Útilegurnar
og að binda hnúta.
Hvers vegna skáti? Mig langaði bara
að prófa.
Berglind 11 ára.
Varð skáti í febrúar.
Áhugamál: Skátastarf, píanóleikur
o.fl.
Skemmtilegasti söngurinn:
Ömmulagið.
Það skemmtilegasta: Að binda hnúta.
Ég gerðist skáti af því að vinkona mín
er það.
Ingunn 11 ára.
Hef verið skáti i tvö ár.
Áhugamál: Skátastarf.
Skemmtilegasti söngurinn: Margir.
Skemmtilegast í starfinu: Útilegurnar
og fundirnir.
Ég gerðist skáti af því að systir mín
tók mig með sér á fund.
Hverjum ég vil líkjast? Systur minni.
Lilja, Una, Sirrý, Ingunn, Elva, Kria, Ólöf, Gunna og Hlín.
A FLOKKSFUNDI
Mánudaginn 14. mars brá ég mér á
fund hjá skátaflokknum Freyjum í sveit-
inni Þórshamri í Landnemum. Þetta er
mjög fjölmennur flokkur. í honum starfa
fimmtán hressar skátastúlkur. Þegar
mig bar að garði var flokksforinginn
önnum kafinn við að sníða leður í
flokksfána og -merki.
Fundurinn var settur með skátaheit-
inu. Síðan voru sungin nokkur skátalög:
Skátasyrpan, Da ram dam dara og Nú
suðar undiraldan.
Þá var komið að verkefni fundarins.
Það var gerð flokksfána og merkis.
Nokkrar umræður urðu um hvernig
merkið ætti að vera, hvort nota ætti
gamla merkið sem þegar var komið á
flokkskistuna eða teikna nýtt. Eftir at-
kvæðagreiðslu um málið var Ijóst að
meirihlutinn vildi halda gamla merkinu.
Nú var hafist handa og verkum skipt.
Annar helmingurinn sá um flokksfánann
en hinn um gerð merkis til að festa á
búninginn. Verkefninu var ekki að fullu
lokið á þessum fundi svo að það varð
að bíða þess næsta. Fundinum lauk
með afhendingu hvítuorðunnar til þeirra
sem til hennar höfðu unnið. Honum var
síðan slitið með bræðralagssöngnum.
S 2 Æ S K A N