Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1994, Blaðsíða 35

Æskan - 01.04.1994, Blaðsíða 35
HAKEEM OLAJUWON VARNARMAÐURINN Miðherjinn Hakeem Olajuwon var í vor valinn besti varnarleikmaður NBA-deildarinnar annað árið í röð. David Robinson, sem hlaut titilinn 1992, fylgdi fast á eftir - einungis munaði einu stigi (23-22). Olajuwon hefur leikið með Houston Rockets frá 1984. Leik- tímabilið 1985-1986 gekk liðinu mjög vel og það komst í úrslit í deildinni en laut í lægra haldi fyrir Boston Celtics - Larry Bird og fé- lögum. Næstu ár var gengi þess síðra. 1990-1991 og 1991-1992 var „draumurinn" (Hakeem The Dream) meiddur og missti af 38 leikjum. Hann varði sumrinu 1992 til æfinga og um haustið mætti hann tvíefldur til leiks og tryggði félagi sínu góðan árangur. Að loknum þeim vetri var Ijóst að hann bar jafnvel af þeim bestu. Hvorki Patrick Ewing, Shaq né David Robinson áttu jafngóðan leik. Þessi hávaxni (2.13) og þrekni (112 kg) 31 árs Nígeríumaður hefur aldrei verið sakaður um eigingirni í leik heldur hlotið viðurnefnið „prúði risinn". Þeir sem safna körfuknatt- leiksmyndum og biðja um eigin- handar-áritanir þekkja hann sem einn hinn alúðlegasta meðal „ofur- stjarnanna", samvinnuþýðan og þol- inmóðan. Hann átti ekki lítinn þátt í að vörn Rockets tókst að halda mótherjum sínum undir 90 stigum í 25 leikjum í vetur - enda varði hann samtals 297 skot (að meðaltali 3.71 í leik (næstflest leikmanna í deildinni)), tók til jafnaðar 11.9 fráköst (varð fjórði) og stal knettinum 128 sinnum. Hann er kominn í þriðja sæti á NBA- listanum yfir leikmenn sem hafa var- ið flest skot: yfir 200 á keppnistíma- bili sl. tíu ár, eða síðan NBA hóf að taka saman tölulegar upplýsingar. ' Hann var valinn fyrstur af há- skólastrákunum í úrvalsdeildina 1984 en samferða honum voru nokkrir af bestu og þekktustu leikmönnum síðasta áratugar: Michael Jordan, Charles Barkley og John Stockton (frá þeim öllum hefur verið sagt í Æskunni). Hann er einn fjögurra leik- manna sem hafa skorað meira en 10.000 stig, náð yfir 5000 fráköst- um og oftar en 1000 sinnum stöðv- að skot, stolið knetti og átt stoðsendingar. Hinir eru Abdul- Jabbar, Julius Erwing og Robert Parish. Hann hefur skorað yfir tuttugu stig og náð fleiri en ellefu fráköstum að meðaltali í leik í níu keppnistíma- bil - og er einn af sjö leikmönnum í sögu NBA sem hafa náð að jafnaði meira en 11 fráköstum fyrstu níu keppnistímabil sín (skrifað í júlí 1993). Hann hefur stöðvað skot oftar en 200 sinnum og stolið knetti oftar en 100 sinnum að meðaltali átta keppn- istímabil í röð. Það er met í úrvals- deildinni. 1988-1989 stal hann knetti oftar en 200 sinnum - og stöðvaði skot oftar en 200 sinnum að vanda. Það hefur enginn leikmaður NBA leikið eftir honum. Þessi stórkostlegi leikmaður, sem hefur verið með í níu stjörnuleikjum, hefur sagt að fyrst og fremst beri að stefna að sigri og leggja áherslu á árangur liðsheildarinnar. Ef það tak- ist hljóti einstaklingarnir heiður af. Æ S K A N 3 S
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.