Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1994, Blaðsíða 27

Æskan - 01.04.1994, Blaðsíða 27
Svör: 1. Vinir og vandamenn hafa nokkrum sinnum verið á síðum Æskunnar. Þess vegna sendum við þér tölu- blaðið sem ýtarleg grein um þá birtist i. 2. Leiklistarskóla íslands - að loknu stúdentsprófi og ströngu inntökuprófi. A.m.k. fjögur ár. 3. Ekkert aldursskilyrði hefur verið sett... 1b. Væntanlega hefur þú lesið svar við likri spurningu i 3. tbl. 1994, á bls. 28. Raun- ar gefast ekki mörg tækifæri fyrir börn og unglinga til að fá hlutverk. En sjálfsagt er að hafa augu og eyru opin. 2b. Þegar þættirnir um Nágranna voru teknir til sýn- inga hér var ákveðið að „byrja á byrjuninni". Fram- leiddir eru fimm þættir á viku en til skamms tima voru tveir á dagskrá á virkum dögum hjá íslenska útvarps- félaginu, tiu á viku. Að þvi kom að félagið „náði“ fram- leiðandanum og þá hlaut það að sýna einn þátt á dag. Þakka þér fyrir hlýleg orð um Æskuna. STRANDVERÐIR OC HESTAR Heill og sæll, Æskupóstur! 1. Gætuð þið birt veggmynd af öllum strandvörðunum saman - eða hljómsveitinni 2 Unlimited og fróðleiksmola um hana. 2. Getið þið birt fleiri vegg- myndir af hestum og öðrum dýrum? 3. Skilja hestar mannamál? 4. Viljið þið hafa lukkupakka í verðlaun í staðinn fyrir körfu- boltamyndir? Ein sem leitar svara. Es.: Eva og Adam er mjög skemmtileg teiknimyndasaga. Æskan er frábært blað. Svar: 1. Við höfum alllengi stefnt að þvi - og gerum enn. 2. Hestar hafa verið oftar á veggmyndum en önnur dýr, einir eða með knöpum. Von- andi átt þú þær myndir. Ein- hvern tima kemur aftur að þessum fallegu dýrum. 3. Hestar skilja ýmislegt sem menn beina til þeirra. En líklega er of mikið sagt að þeir skilji mannamál. 4. Lukkupakkar eru aftur i boði. Það er gaman að heyra að þér likar blaðið. HERRAMENN Sæl, Æska! Þökk fyrir ágætt blað! Getið þið gefið mér upplýs- ingar um hljómsveitina Herra- menn (þeir spiluðu í Gestum og gjörningum). Eva og Adam er afskaplega skemmtileg teiknimyndasaga. 2)). Svar: Herramenn eru frá Sauð- árkróki. Hljómsveitina skipa: Hörður G. Ólafsson (bassi, söngur), Kristján Gislason (söngur), Birkir Guðmundsson (hljómborð), Hlynur Jökulsson (gítar), Kristján Kristjánsson (trommur). Hörður, sem samdi hið vinsæla Eitt lag enn! (4. sæti i Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva), stofnaði fyrir nokkrum árum hljóm- sveit sem nefndist Styrming. Eftir hálft annað ár tóku þeir upp nafnið Herramenn en hljómsveit með þvi heiti hafði áður starfað á staðn- um. Þetta er vinsæl hljómsveit sem leikur fyrir dansi allar helgar ársins, viða um land og jafnvel á þorrablótum er- lendis. Sjálfur hefur Hörður samið allmörg lög af þeim sem sveitin flytur og Kristján nokkur. Hljómsveitin tók þátt í Landslagskeppninni 1992 með Rut Reginalds og varð i öðru sæti með lagið, Engin eins og þú. Flestir þeirra félaga voru í hljómsveit sem lék undir í danslagakeppni á Sæluviku Skagfirðinga i vor. Lög úr þeirri keppni verða bráðlega gefin út á plötu. Fjögur eða fimm lög Herramanna má finna á safnplötum sem gefnar hafa verið út undanfarin ár. ASTRID LINDCREN Kæra Æska! Getur þú sagt mér hvernig ég á að skrifa utan á bréf til Astrid Lindgren? Ég þakka fyrir frábært blað. Ronja ræningjadóttir. Svar: Fyrirtækið, sem gefur út bækur hennar i Svíþjóð, kemur bréfum til skila: Astrid Lindgren, c/o Rabén & Sjögren, Box 45022, 104 30 Stockholm, Sviþjóð. Bækur þessa vinsæla höf- undar hafa verið þýddar á 280 tungumál! MJÓLKURÞAMB Kæra Æska! Ég sendi þér skrýtlu og nokkrar spurningar: 1. Væri hægt að birta vegg- mynd af Lindu Pétursdóttur - eða senda mér hana ef hún hefur verið birt? 2. Gæti sagan um Eva og Adam fengið meira rými í blað- inu en hún hefur núna? Skrýtla: Maður nokkur var hætt kominn eftir mjólkurþamb. Kýrin settist... Lugga. Svör: 1. Veggmynd af Lindu fylgdi 10. tölublaði Æskunn- ar 1988. Við sendum hana til þín strax og bréfið barst. 2. Við höfum látið nægja að birta Evu og Adam á tveimur síðum. Mörgu þarf að koma fyrir til að efnið verði fjölbreytt. í 3. tbl. hófu tvær nýjar teiknimyndasögur göngu sina: Dagbók Berts og Eitt litið dagsverk. Ég vona að iesendum líki þær. VINSÆL HLJÓMSVEIT Kæri Æskupóstur! Getur þú sagt mér eitthvað um hljómsveitina, Take That? Viltu líka gefa mér upplýsingar um Kevin Jones sem lék Bert í Börnin frá Liverpool. Inga. Kæri Æskupóstur! Ég þakka gott blað. Viltu birta eitthvað með Take That, t.a.m. veggmynd eða fróð- leiksmola - einnig heimilisfang aðdáendaklúbbs Bryans Ad- ams. Halla Valda. Svar: Hekla, blaðamaður okkar i Englandi, hefur beðið um viðtal við strákana i Take That (einnig East 17 og leik- mann Manchester United). Ef til vill birtast þau i sumar eða haust. í norska blaðinu Starlet segir að hljómsveitin hafi undanfarin tvö ár verið sú vinsælasta að mati ung- lingsstúlkna i Englandi. Pilt- arnir fimm, sem skipa sveit- ina, eru frá borginni Manchester. Mark Owen, 21 árs og Robbie Williams, 20 ára (skrifað í nóvember 1993) komu til Noregs til við- tals við blaðamenn. Hópur stúlkna safnaðist saman við hótelið og var þar langt fram á nótt. En þær voru ekki nándar nærri eins margar og hópuðust að NKOTB á sínum tima - segir i Starlet. Strákarnir i hljómsveitinni semja sjálfir flest lögin sem þeir flytja. Þeir segjast hafa kunnað litið fyrir sér þegar þeir hófu samstarf, nú kunni þeir dálitlu meira - en eigi enn margt ólært. Markús og Hróbjartur taka ekki alvarlega að marg- ar stúlkur telja þá „sætustu Æ S K A N 2 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.