Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1994, Blaðsíða 26

Æskan - 01.04.1994, Blaðsíða 26
ÆSKU PÚSTUR - pósthólf 523, 121 Reykjavík SPILA- KLUBBURINN Kæri Æskupóstur! Hvernig kemst maöur í spilaklúbbinn - og í samband viö krakkana? Er hægt að fá sendar vegg- myndirfrá 1991-1992. Ég varö áskrifandi í febrúar 1993. Ég þakka fyrir gott blað, einkum teiknimyndasögurnar um Evu og Adam og ósýnilega þjófinn og söguna um Rósina Jónas. Andrésína. Svar: Til aö ganga í spilasafn- araklúbbinn er nægilegt að senda bréf til Æskunnar eða umsjónarmanns klúbbsins, Sæþórs Helga Jenssonar, Hvassaleiti 8, 103 Reykjavik. Nýir félagar klúbbsins fá senda félagaskrá. Við eigum flestar vegg- myndir sem fylgt hafa Æsk- unni og sendum áskrifend- um að beiðni þeirra. Við von- um að þér hafi likað send- ingin! Þakka þér fyrir að láta á- nægju þina i Ijós! LÆKNISNÁM- ÚT6ÁFA BÓKA - FÖT Kæri Æskupóstur! í fyrsta lagi vil ég hrósa fyrir gott blað. Ég er með fjórar spurningar: 1. Hve mörg ár tekur lækn- isnám? 2. Hvert er heimilisfang að- dáendaklúbba Bruce Willis, Seans Connerys og Garfields? 3. Ég hef samið sögu og langar til að gefa hana út. Hvert á ég að senda hana? Hvenær ársins eru bækur gefnar út? 4. Hvert getur maður sent góðar fatahugmyndir? Mýsla. Svör: 1. Læknisfræði er kennd við Háskóla íslands. Unnt er að Ijúka því námi á fimm árum en flestir fara til út- ianda til að fullnuma sig i einhverri sérgrein. Það getur tekið fjögur ár. Námið er mjög erfitt og einungis á- kveðnum fjölda er heimilað að halda áfram námi eftir próf á fyrstu önnum (30-32 eftir fyrstu önn). 2. Við vitum það ekki. Get- ur einhver gefið upplýsing- ar? 3. Heimilisföng nokkurra útgefenda eru á bls. 99-100 í símaskránni 1993. Auk þeirra má nefna Æskuna, Mál og menningu og Hörpu- útgáfuna á Akranesi. Æskilegt er að þú sýnir söguna einhverjum sem get- ur metið hana fyrir þig - áður en þú leitar til útgef- anda. Raunar er sjaldgæft að sögur eftir unglinga séu gefnar út. En sjálfsagt er að kanna málið. Flestir gefa út bækur siðla hausts en bókaklúbbar þó nokkrum sinnum á ári. 4. Fataframleiðendum. En efiaust væri rétt að bera hugmyndina undir einhverja sérfróða, t.a.m. fatahönnuði eða klæðskera. AÐDÁENDA- KLÚBBAR Kæri Æskupóstur! Ég þakka góðan þátt. Mig langar til að vita hvort þið get- ið þirt heimilisfang hjá aðdá- endaklúbbi Janet Jackson. Ég er mikill aðdáandi hennar og Madonnu. Getið þið birt mynd með Madonnu? Rósa. Svar: Ekki alls fyrir löngu birtist þetta í norsku blaði: Janet Jackson, 14755 Ventura Blvd., No. 1-7110, Sherman Oaks - CA 91410, Bandaríkjum Norður-Ameriku. Myndir af Madonnu hafa oft birst í Æskunni og vegg- myndir af henni tvisvar fylgt blaðinu. Ef þú hefðir ritað heimilisfang þitt hefðum við getað sent þér veggmynd... SÖCUR... Kæri Æskupóstur! Nokkrar spurningar: 1. Mega lesendur senda framhaldssögur? 2. Væri ekki hægt að birta eitthvað af öllum þeim sögum sem þerast í smásagnakeppn- ina þó að þær fái ekki verðlaun Ég hef sjálf verið að bregða mér í hlutverk rithöfundar ann- að veifið og skrifa og les sögur í gríð og erg. Mér finnst að það mættu vera fleiri sögur í Æskunni. Þökk fyrir allt! Tjása tappatogari. Svör: 1. Lesendur mega að sjálf- sögðu senda okkur efni. En við verðum að velja úr því. 2. Margir biðja okkur um að birta ekki margar sögur! Þess vegna höfum við ekki birt nema eina eða tvær verðlaunasögur i hverju tölu- blaði, auk framhaldssögu lesenda og einnar að auki (oftast frá fullorðnum). En þú skalt halda áfram að lesa mikið og æfa þig að semja sögur. Það er þrosk- andi og kemur sér vel i námi og starfi. Timinn leiðir i Ijós hvort það verður starf þitt. KÖRFUKNATT- LEIKUR Kæra Æska! Ég þakka ykkur fyrir gott þlað. En í því mætti vera enn þá meira efni um körfuknatt- leik en verið hefur. Gætuð þið ekki þirt veggmyndir af Patrick Ewing, Alonzo Mourning, Shawn Kemp, Hakeem Ola- juwon, Larry Johnson, Chris Webber eða Anfernee Hardaway? Þökk fyrir sendinguna! Fróði. Svar: Alonzo var í 3. tbl. - eins og þú sást eftir að þú sendir bréfið. Eflaust verða siðar myndir af þeim sem þú nefnir. Njóttu vel! LEIKLIST OG SJÓNVARPS- EFNI Kæri Æskupóstur! 1. Getur þú birt veggmynd af eða greinar um Vini og vandamenn - eða sent mér Ijósrit af greinum um þá? 2. [ hvaða skóla þarf maður að fara til að læra að verða leikari? Hve langan tíma tekur það? 3. Hvað þarf maður að vera gamall til að geta unnið hjá Æskunni? Að lokum ætla að ég að segja að mér finnst Eva og Adam skemmtileg teikni- myndasaga. 90210. Sæl, Æska! Tvennt hefur vafist fyrir mér og ég veit ekki hvert ég á að snúa mér. 1b. Ég hef afar mikinn á- huga á leiklist. Ég hef farið á leiklistarnámskeið og leikið í barnaleikriti í skólanum. Mig langar til að leika í leikriti og hef haft áhuga á því alveg frá þarnæsku. Nú er ég að verða tólf ára. Hvar fæ ég uþþlýsingar um að óskað sé eftir krökkum til að leika í leikriti? 2b. Af hverju er búið að stytta þættina um Nágranna? Þakka þér fyrir mjög gott þlað. Ég hef fengið margar uþþlýsingar úr svörum við sþurningum annarra krakka en ég hef ekki séð neitt um leiklist. HG 2 6 Æ S K A N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.