Skírnir - 01.01.1931, Page 7
Handrit og handritalestur og útgáfur.
Eftir Finn Jónsson.
I.
íslensk handrit — og það eru þau, sem hjer verða um-
talsefnið — eru til frá því um 1200 og fram á þennan dag,
•óslitið. Um allan þennan lánga tíma má nákvæmlega rekja
bókagerð Íslendínga, handrit og leturgerð. Það er af mis-
:skilníngi sprottið, að rúnir hafi verið notaðar til bókagerð-
ar, og verður þess máls því ekki frekar gaumur gefinn hjer.
Ritlistin fluttist til Norðurlanda frá Þýskalandi og Eng-
landi og Frakklandi. Prestar þeir, sem Ólafur helgi kom
með frá Englandi, hafa eflaust kunnað að skrifa. Það er
ýmislegt til stuðníngs því, að norsk lög hafi verið færð í
iletur þegar á dögum Magnúsar góða (um 1040). í lok 11.
aldar voru tíundarlög samin á íslandi og hafa vafalaust
verið skrifuð. íslenskir prestar hafa hlotið að kunna að
-skrifa og skrifað eitthvað upp, helst latínubækur. En aðal-
lega hefst ritöld Íslendínga veturinn 1117—18, er íslenskur
lagabálkur var settur á bók (Hafliðaskrá).
Letrið var auðvitað hið sama sem tíðkaðist um 1100
annarstaðar í Evrópu. Það var letur fallegt að gerð, liðugt
og með bogadregnum strikum, þar sem þau áttu að vera,
Ætrikin heldur í gildara lagi, alt líkt því sem t. d. finst í
hinum islenska Elúcidarius. Þetta letur hjelst svo að segja
alla 13. öld (lagahandritin, eddukvæðahandritið, Krínglu-
Llaðið úr Heimskrínglu o. s. frv.). Á 14. öld verða strikin
.stirðari, hornóttari, og stafagerðin breytist að mun. Enn
1