Skírnir - 01.01.1931, Blaðsíða 8
2
Handrit og handritalestur og útgáfur.
[Skirni'r
miklu meiri breytíngar urðu á 15. og 16. öld. En hjer mun
ekki farið frekar út í þetta mál.
Það sem sjerstaklega einkennir skriftina eru styttíngar,.
bönd eða skammstafanir, sem þær hafa verið nefndar
heppilegu nafni. Höfundur hinnar elstu málfræðisritgerðar
kallar þær títla. Hann segir: »títoIl . . . es þó til skynd-
ingar rits ok mínkonar settr fyrir ýmsa stafe aðra, stundom
fyr einn, en stundom fyr fleire.« Þessi ritháttur var tekinrc
eftir útlendum fyrirmyndum. Notkun þessara skammstafana
var í upphafi nokkuð af skornum skamti, en hún fór mjög
í vöxt á íslandi, eftir því sem tímar liðu, og var stundumi
svo, að hvert orð var að heita mátti »bundið«, sem kall-
að var. Engar beinar reglur voru fyrir því, hvernig binda
skyldi, enda segir hinn nefndi höfundur svo: »binde hverr
með títle, sem tilfyndelekt ok auðskillekt þykker«. íslend-
íngum skildist það fljótt, að með þessum »böndum« »varð'
rit minna ok skjótara ok bókfell drjúgara«, einsog samí
höfundur orðaði það.
Böndin eru tákn og stafir. Táknin eru í raun rjettri líka
stafir að upphafi, en myndin er orðin svo frábrugðin, aó
þeir eru orðnir að táknum. Hin helstu tákn eru:
S táknar er eða ir, stundum aðeins r, mjög sjaldan ri.
w táknar ra, sjaldnar ar, og va.
oo táknar or (ur).
9 táknar us.
— táknar venjulegast m eða n og samstöfur með n í.
Er annars tíðhaft og haft fyrir meiri skammstafanir.
Við þetta má bæta merkinu j, sem er í línunni, en ekki
fyrir ofan einsog hin fyrri; það tákn er haft fyrir et (eþ)r
en er ekki alltitt.
Strik má líka setja þvert yfir efra legg lángs stafs; og
er þá einkum um þ að gera. Strikið merkir þá at (þat)
eða ei (þeir) o. fl. Strikið er oft bogið, 3. Strikið má og
setja í neðra hlut leggsins, og merkir þá eir, eim (þeir,
þeim). Tvö strik um þ ofan til merkir ess (þess). Þetta
strik er mjög oft haft í k til að merkja ýms föll orðsins
konungr, líka i d á eftir l til að merkja an (land), og í k