Skírnir - 01.01.1931, Qupperneq 10
4 Handrit og handritalestur og útgáfur. [Skírnir
Ennfremur má geta þess, að smáir upphafsstafir (sem
ekki fara upp yfir línuna) eru hafðir fyrir tvöfaldan staf
(Q = gg) eða fyrir heilt nafn, sem oft kemur fyrir í text-
anum (G = Gunnarr), og eru þá venjulegast settir púnktar
fyrir framan og aftan (eða aðeins fyrir aftan). Svo er og
farið með orð, sem koma oft fyrir: h.= hét, heitir, s.= sonr
eða segir, sagði (svaraði), e. = eða, m. = mœlir, mœlti,
k. = konungr, d. = dóttir. Ef sama setníng eða vísuorð er
endurtekið, er það mjög stytt með þessu móti (aðeins
fyrsti stafur orðanna ritaður).
Rúnirnar Y °g eru stundum — einkum hin fyrri —
notaðar fyrir maðr og fé, þvíað svo hjetu þær.
Alveg latinsk orð eru stundum höfð til styttíngar og
verður þá að »Iesa í málið«: s; (= set, f. heldr), p (=post,
f. eptir), t (= vel, f. eða), „ (=non, f. eigi) og stöku önn-
ur, mjög sjaldhöfð.
Aðgreiníngarmerki eru ekki mörg, eiginlega ekki nema
púnktur (.). Spurningarmerki þekkjast. Á eftir 4. visuorði
er oft ? Sumir ritarar (t. d. Haukr Erlendsson) höfðu aldrei
nein þesskonar merki.
Það er einsog orð höfundarins, sem áður var nefndur:
»bindi hverr o. s. frv.«, hafi verið i meðvitund hvers rit-
ara. Ef spurt er um samræmi og staðfestu í notkun þess-
ara merkja, banda og skammstafana, þá er því fljótsvarað.
Enginn ritari fylgdi neinni fastri reglu. í einni línu er orð
stytt, í næstu ritað fullum stöfum, eða stytt á annan hátt.
Ritarar skrifa mjög oft rángt, og það er ljóst, að þeir
hafa aldrei lesið það, sem þeir hafa ritað, til þess að finna
ritvillur og leiðrjetta þær. En hitt er satt, að þeir sáu oft
þegar í stað, ef þeir höfðu ritað rángt, felt úr staf eða orð,
tviritað og svo framvegis. Þá leiðrjetta þeir það þegar.')
Leiðrjettíngarnar eru gerðar með ýmsu móti.
Gleymdir stafir eða orð eru ritaðir fyrir ofan línuna og
er þá sett merki, einsog komma í lögun, eða strik, milli
þeirra stafa, þar sem stafurinn eða orðið á að koma inn
1) Hjer má vísa til ritgjörðar í Arkiv for nord. filol. 1930.