Skírnir - 01.01.1931, Blaðsíða 11
Skirnir] Handrit og handritalestur og útgáfur. 5
(»niðurvisunarmerki«). Stundum er merkinu slept. Þess
verður vel að gæta, hvort t. d. a, er ritað er fyrir ofan
linuna, er ekki nema a eða band. Gleymdir stafir og orð
eru og oft ritaðir utan máls með liku merki þar og í text-
anum sjálfum (»innvísunarmerki«).
Rángrituð orð og stafir eru oft leiðrjett með ýmsu móti.
Vanalega eru settir púnktar undir það sem rángt er (...),
stundum eru þau strikuð út, nema hvorttveggja sje. Staf-
ur, sem fyrst er ritaður, er leiðrjettur með hægu móti, svo
sem a í o (eða öfugt), v í b, 1 í s (Iángt) o. s. frv. Hjer
þarf skarpa sjón til þess að sjá og greina, hvernig leið-
rjettíngin er gerð, bera stafagerðina vel saman; en stund-
um er vandsjeð, hver meiníngin var.
Ósjaldan ber það við, að ritarinn leiðrjettir sig, þegar
orðin eru rituð í rángri röð. Hann setur þá kommulík eða
bein strik yfir orðin: ’ ”, ' " og þvíumlíkt til þess að sýna
rjettu röðina (»flutníngarmerki«).
Leiðrjettíngar þessar eru oft gerðar mjög laglega, jafn-
vel snildarlega.
Línurnar eru oftast mjög reglulegar í handritunum,
beinar og með jöfnu bili og jafnlángar. Alloft eru strik
(blindstrik) gerð fyrir línunum og eins framan og aftanvið
þær. Orðunum er þá skift einsog rúmið er til alveg reglu-
laust; oft eru þá bandstrik sett í línulok, en stundum eru
stafir þar ritaðir saman (bandstafir) til þess að fá alt orðið
þar í einu lagi.
í meðferð latinskra og grískra handrita er oft talað
um athugasemdir og viðaukagreinir utan máls, er frá eldra
handriti væru teknar eða sjálfstæðar ritaraviðbætur. Eftir
þessu hafa stundum útgefendur íslenskra handrita líka álit-
ið, að sú og sú setníng, sem sýnist eiga miður vel við, sje
þannig til komin. En við þessari skoðun verður að vara.
í raun og veru voru þesskonar athugasemdir utan máls
alveg óþektar, að þeim gleymdu stöfum og orðum undan-
skildum, er áður voru nefnd.
Lengdarmerki yfir raddstöfum voru oft höfð — ekki
síst í elstu handritunum —. En notkun þeirra var yfir höfuð