Skírnir - 01.01.1931, Blaðsíða 12
6 Handrit og handritalestur og útgáfur. [Skirnir
alveg reglulaus og án samræmis. Strik er oft sett yfir 1 til
þess að greina það frá strikum í stöfum, sem á eftir eða
undan fóru (einkum í n og m). Á 14. öld var farið að skrifa
tvöfalt a, aa, til þess að merkja lánga hljóðið; alveg undan-
tekníng var að rita svo tvö (sambundin) o; en ekki var
svo farið með önnur löng hljóð.
Kapítulayfirskriftir voru mjög almennar, segja má föst
regla. Þær voru þá ritaðar með rauðu bleki, sem því mið-
ur var oft næsta kraftlítið og hefur dofnað, svo að staf-
irnir eru orðnir ólæsilegir; oft skýrast þær þó furðanlega,
ef þær eru vættar. Þær voru allajafnast skrifaðar af öðrum
en aðalritaranum. En hann hefur ekki ætíð verið vel fróður
í efninu og lesið byrjun kapítulans nokkuð slælega. Sama
er að segja um upphafsstafi kapítulanna; þeir eru oft skrif-
aðir með prýðilegri list, flúraðir á ýmsa vegu með græn-
um, rauðum og bláum litum með smámyndum í. Alt þetta
var kallað »að lýsa bók« (lýsa þýðíng á lat. »illuminare«).
Lýsarinn hefur stundum af misskilníngi ritað rángan upp-
hafsstaf. Eitt gamansamt dæmi þessa skal nefnt. í hinu
forna handriti af dýrabókinni (Physiologus) byrjar ein grein
með at, en fyrir framan þetta orð er ritað (með rauðu) G;
ætti eftir því að lesa gat og það hefur verið skilið sem
gát, þ. e. geit (greinin talar um geit); hafa menn svo vilj-
að skilja, sem hjer stæði á fyrir ei uppá engilsaxneska
vísu, eða beinlínis engilsaxnesk orðmynd. En því fer fjarri,
að svo sje. Það er lýsarinn, sem hefur skrifað hjer G í
staðinn fyrir Þ (þat es kycqvende á að lesa).
í skinnbókunum eru oft rifur og smágöt. Eru þau jafn-
aðarlega komin til af íllri meðferð og fúa. Þá eru orð og
stafir týndir, en stundum eru leifar af þeim eftir. Eftir þeim
má oft ráða, hvað staðið hefur, og annars má vel reikna
út, hvað kann að hafa staðið, hve margir stafir. Ef önnur
handrit eru til með sama efni, segja þau oftast til. En oft
hafa götin verið áður en skrifað var á fellið, og eru þau
þá stundum með blekhríng. Fallegt dæmi þess, hvernig
með rifur var farið, finst í eddukvæðahandritinu, 28. blaði;
þar er rifan saumuð saman með list með grænum silkiþræði.