Skírnir - 01.01.1931, Blaðsíða 13
Skírnir] Handrrt og handritalestur og útgáfur. 7
31.
Hvernig á nú að »leysa úr böndunum«, sýna í prent-
ietri, hvernig skammstafað er?
Vanalega er skáletur haft til að sýna, hvað bundið er.
En tvær hafa aðferðir verið notaðar.
Þegar um hin svonefndu tákn er að ræða, er enginn
ágreiníngur. Þeir stafir, sem þau tákna, eru skáletraðir, svo
sem málið krefur, t. d. w með ra. Sú regla verður undan-
tekníngarlaust að gilda, að ef um tvíræðni er að gera, þá
verður »að lesa í málið«., annars getur orðið tóm vitleysa
■eða málleysa úr.
Hvernig eigi að lesa táknið S, hvort sem er eða ir,
getur verið vafasamt. Það fer nokkuð eftir því, hvenær
handritið er skrifað. Þá er þörf á því, að rannsaka, hvern-
ig orðin eru skrifuð fullum stöfum. Ef annars er ritað -ir
(ii endíngum), þá merkir táknið auðvitað ir. Ef engin regla
er sjáanleg, verður að lesa það annaðhvort er eða ir, en
altaf með sama móti.
Um stafina fyrir ofan línuna hafa menn haft tvær að-
ferðir.
Önnur er sú, að færa stafinn, t. d. a, niður í línuna
(orðið) óbreyttan að letrinu til, en skáletra hitt hljóðið,
sem í honum felst; ef það er r, þá er prentað ra (t. d. fram).
Hin er sú, að skoða stafinn sem tákn og setja hann
alveg við hliðina á táknunum; bæði hljóðin eru þá ská-
letruð, t. d. fmm.
Hvorttveggja má vel til sanns vegar færa, en æski-
legast væri, að mönnum kæmi saman um að hafa ætíð
sömu aðferðina.
Þeim, sem þetta ritar, hefur ætíð fundist síðari að-
ferðin fult svo ljós og skilmerkileg; og það sýnist enda
vera hugsanrjettast að skoða stafina sem tákn. Þá getur
eiginlega aldrei orðið neinn misskilníngur. En ef fyrri
aðferðin er höfð, getur misskilníngur komið fyrir, eink-
um þegar stafurinn merkir 3 híjóð. v með o yfir merkir
voro, en á nú að skáletra voro eða vorol Voro getur eins
vel verið ritað í handriti vo. en af skáletruninni verður