Skírnir - 01.01.1931, Blaðsíða 14
8
Handrit og handritalestur og útgáfur.
[Skimir
ekki sjeð, hvemig orðið er skrifað þar. Ef skáletrað er svo:
voro, hverfur allur vafi. Þetta og annað eins mælir riklega
með því að skoða yfirritaða stafi sem tákn.
Annars ber að lesa skammstafanirnar í samræmi við’
rjettritun hvers handrits, t. d. á að lesa v sem uiþ, ef hand-
ritið annars ritar þ (fyrir ö). Einstöku orð eru oft vafa-
söm, t. d. forsetníngin fyrir (sem rituð er í handritum á
marga vega: fyr, fyrir, fyri, firir, firi); enn örðugri verður
lesturinn (þar sem skammstafað er), þegar orðið er ritað’
fullum stöfum á fleiri vega, sem fyrir kann að koma.
Um hinar meiri skammstafanir er ekki ástæða til að'
tala. Þær verður að lesa í samræmi við rjettritun hand-
ritsins. Koma hjer sjaldan neinir verulegir erfiðleikar fyrir„
III.
Lestur fornra handrita verður ekki talinn erfiður, nema
þegar letrið er máð og skinnblöðin dökk af íllri meðferð,
sagga eða reyk, hrukkótt eða rifin og götótt. Þegar letrið-
er máð, dugar oft vel að væta það. Þá skýrast stafirnir og
koma alt í einu í ljós einsog leiftur, einkum í sama augna-
bliki og vatnið gufar upp (þornar). Þá hjálpar og oft vel
að hafa stækkunargler og leggja það ofaná vætta blettinn -
þá fellur ljósglæta á hann, og stafirnir skýrast og stækka
lítið eitt um leið. Einkum dugar þetta stundum vel við'
máðar, upphaflega rauðar, yfirskriftir. Þá er einsog stafirnir
lyftist upp úr fellinu og þrútni og verða skýrir. Mjer er
minnistætt eitt dæmi. Þegar jeg fyrir um 40 árum var að
skrifa upp eddukvæðahandritið, vætti jeg yfirskriftina yfir
Helgakviðu I., sem er alldauf, en hafði verið lesin (að
mestu) af S. Bugge. Vatnið rann þá út á blaðið utan máls,
Kom þá skýrt fram nafnið volsunga quiþa, sem alveg var
ókunnugt áður og sjest ekki með berum augum. Því skal
við bætt, að þetta má reyna hvað eftir annað, hvorki fell
nje blek skemmist við það. Svo gott var blekið. Vatnið
ætti ef til vill helst að vera hreinsað (»eimt«), þó er það
eftiT minni reynslu ekki nauðsynlegt.