Skírnir - 01.01.1931, Page 17
Skírhir] Handrit og handritalestur og útgáfur. 11
þar (!). þ getur líka líkst st (þegar s er lángt); þá verður
þrætu að strœtu, og geta menn sjeð, hver hugsun er í því.
þ getur og líkst si (lángt s), þá verður þá að sjá. þioda
er lesið sem flioda (=fljóða); hins vegar er stvrla (lángt
s) lesið sem þorla (!), blœstri verður blœðra, o. s. frv.
Loks getur þ fengið líkíngu við p og b, og svo er þrúður
lesið sem prúður; orðið er liður í kenníngunni falda þrúð-
ur, og standa orðin saman í vísuorðinu, og svo stendur
þar líka í lok þess prúðust; en svo getur ekki sama orðið
verið sett i sama vísuorðinu. Hvorttveggja hefði átt að
geta leitt útg. á rjetta Ieið. þiod er lesið sem biod, sem
•er alveg ómögulegt eftir efninu (þar stendur: skýra þjóð
= skýra fyrir mönnum).
Ýmislegt mætti enn nefna, sem mislesið hefur verið,
•og skal nokkuð hjer sýnt til fróðleiks og viðvörunar.
hprr... heiti (hinn heiti eldur) er lesið sem kyrr...híti
(þetta orð rímfræðislega rángt), (siklingr) maana (þ. e.
mána = guð) er lesið sem manna (sem ekki væri vit-
laust), lýsíngarorðið þverinn verður að (sögninni) þverra
(meiníngarleysa), ec að er, eigi (stytt) að er, biartan að
burtu, sef eg þvi að sed hef eg, lofað sé þetta að lifir
sem þitt, fagran að fagnaðar, stiornu (=stjörnu) að stór-
um (hjer er kenníng: stjörnu strauma (= gulls, nipt);
Gudrun Bryniolsd. verður að karlmanni: Audun Bryniolss.,
velferdar firi lifi verður velfridar fru lif, Siodverg er lesið
sein Liodverg, Waulsungr sem Maulsungr (danska orðið
sellerödder sem alle rödderl), o. s. frv. Einn lætur föður
þiggja bók af sínum »náttúrlegum« syni; þetta mun eiga
að vera fínna en hórsyni í hdr. Nú er það ekki vanalegt,
að sonur gefi föður sínum bók; hitt hefur verið vanalegra.
En alveg er það óhugsandi, að faðir i svo lagaðri yfirlýs-
ingu brennimerkti soninn sem hóruson. Ef gáð er í hdr.,
stendur skrifað Chorss.; þetta merkir auðvitað alt annað,
nfl. Kortsson. Nafnið Kort (úr þýsku komið) var vel þekt
■á íslandi. Útg. hefur ekki gætt þessa c, eða haldið, að ch
merkti hjer h.
Svona mætti lengi halda áfram. Því einu skal við