Skírnir - 01.01.1931, Page 18
12
Handrit og handritalestur og útgáfur.
[Skirnir
aukið, að þó að ritari dragi stundum legg niður, t. d. í v,
svo að það fái likingu við y, er engin ástæða til þess að
ríta y og með því búa til orðmyndaskrípi sem seyarins f.
sevarins (= sœvarins), því að skrifarinn hefur ekkert hugs-
að í þá átt.
Og enn þetta. Hve mikla latínukunnáttu hinir fornu
skrifarar hafa haft, vitum vjer ekki. Að villur sjeu hjá þeim,
sem ekki voru latínulærðir, er engin furða. En hins vegar
má það telja víst, að latínufróðir menn hafa vitað, hverju
falli ad stýrði. Þegar maður i útgáfu les aðra eins yfirskrift
og filius ad patreo, verður manni undarlega við, líka af þvi
að maður kannast ekki við orð sem patreus (eða hvað það
nú ætti að vera). Líti maður nú í handritið sjálft, fær mað-
ur gátuna ráðna. Þar stendursvo: patreo—3; síðasta tákn~
ið er ekki annað en hið alkunna engilsaxneska M (0-3), en
vegna rýmisins er hjer sett lengra strik milli stafhlutanna
en vant er. Útg. hefur ekki sjeð annað en fyrra hlutann
o og látið þar við sitja. Latínukunnáttu skrifarans er borg-
ið. Auga útgefandans var sljórra, hvort heldur var líkam-
ans eða skilníngsins, nema hvorttveggja væri.
Lestur banda eða skammstafana er heldur ekki ætíð í
góðu lagi, og viljum vjer líta nokkuð á það atriði, til að-
vörunar.
° yfir orði getur, sem áður segir, bæði þýtt or og ro.
Einn útg. les á einum stað formætr — þetta lýsingarorð
hefði vel getað til verið, þótt það finnist ekki ella nú —,
en hdr. hefur hjer blátt áfram fromust (þ. e. frómust). Dæmi
mislesinna banda — þar sem engin ástæða var til að mis-
lesa — eru: þar f. þau (a fyrir ofan þ), bradi f. brúdi,
tœki f. taki (a fyrir ofan), þann f. þvi (i fyrir ofan), þat f.
þvíat (i fyrir ofan þ hefur útg. ekki sjeð), sina f. sinna
(púnkt yfir n hefur útg. ekki sjeð), tums f. túns (strik yfir
u mislesið sem m, og verður svo málleysa úr), banna f.
bana (í banablóð; n = an fyrir ofan), dur menn (!) f. dur-
inn (in lesið sem m og strikið yfir sem enn; það er rjett,
að svo er menn vanalega skammstafað, en villan liggur í
að in er lesið sem m; auðvitað er dur menn lokleysa);