Skírnir - 01.01.1931, Blaðsíða 19
Skírnir] Handrit og handritalestur og útgáfur. 13
annarstaðar er líka lesið glaðir menn f. glaðir inn (í vo.:
glaðir inn góða mjöð). Að d eða t yfir línu verður að lesa
samkvæmt málfræði og orðaskipunarfræði er auðvitað.
Engu að síður verður t að it (f. at) í hjartit (!), og í mynd-
it; hjer á að lesa myndut, kvennkyn af myndaðr (likneskja
mynduð). Einn prentar konungens (hann lítur ekki út fyrir
að hafa hneyxlast neitt), en hefur ekki sjeð, að s er skrif-
að rjett yfir g; ritarinn hefur með því móti leiðrjett sig.
Það er ef til vill skiljanlegt, að manni sjáist yfir púnkt
undir staf, sem skrifarinn með þeim hætti bendir á að sje
ofaukið. Einn útg. skrifar mög f. mág; orðið er ritað mavg
með púnkti undir v. Annar hefur ekki tekið eftir þvi, að
heilt orð sem stigh er táknað rángt að vera með púnktum
undir. Þriðji hefur ekki skilið eða tekið eftir, að yfir tveim
•orðum standa flutníngarmerki (haund daudans skal lesa
d. h.), o. s. frv. í einni útgáfu stendur orðið þess í svig-
um, til að sýna að það vanti í hdr. En orðið stendur í
hdr., útg. hefur ekki tekið eftir því, að ofurlítill skinnsnep-
ill hefur hjer snúist um, og á honum stendur orðið, en
útg. hefur ekki dottið í hug að rjetta úr brotinu.
Það er þvi margt, sem athuga þarf við lestur hand-
rita. En þess verður að krefjast af hverjum útgefanda, að
hann taki nákvæmlega eftir öllu í skriftinni, stóru og smáu,
en til þess þarf fyrst og fremst fulla þekkíngu á málinu.
Ef maður hefur ekki nógu glöggt auga eða fulla málkunn-
•áttu, á hann helst ekkert að eiga við útgáfur rita.
IV.
Besta »útgáfan« af handritum er auðvitað ljósmyndun.
En slíkar útgáfur eru mjög dýrar, og því munu lángir tímar
Jiða, áður en fornu handritin verði þannig útgefin, og þó
ekki sje nema um þau helstu af þeim að ræða. Þar að
auk eru þesskonar útgáfur ekki fyrir aðra en fáeina vís-
indamenn; fyrir alþýðu manna eru þær þýðíngarlausar,
bæði fyrir dýrleika sakir og eins þess, að þær eru lítt
læsilegar alþýðumönnum. Ekki að tala um, að slík aðferð