Skírnir - 01.01.1931, Qupperneq 20
14 Handrit og handritalestur og útgáfur. [Skírnir
er ómöguleg, þegar um útgáfur með orðamun frá öðrum
handritum er að ræða. Þesskonar útgáfur eru og verða
ómissandi. Þá verður að taka eitt handrit, hið besta, sem
hægt er að fá, og leggja það til grundvallar og prenta.
neðan máls orðamun hinna handritanna, sem notuð eru.
Er þá til þess ætlast, að textinn verði gerður sem upp-
haflegastur og villur í aðalhandritinu leiðrjettar eftir hin-
um. Með þessu verður texti hinna notuðu handrita auð-
vitað í molum og rjettritun þeirra kemur ekki að fullu í
ljós, þó að rithætti þeirra sje haldið. Þegar sama orðið er
tekið eftir fleirum handritum en einu, getur ekki komið til
mála, að prenta það eftir hverju hdr. (einsog það kann að
vera ritað þar, t. d. orð sem fyrir), heldur verður að hafa
sameiginlega orðmynd. Hitt myndi vera að eyða vinnu, fje
og pappír til einskis gagns. Útgefandinn á kost á að gera
grein fyrir rjettritun hvers handrits í einu lagi, í formála,.
ef honum finst þörf á því.
En sjálft aðalhandritið — hvernig á að fara með það?
Þar er tvent til. Það má prenta það alveg stafrjett. Því
eldra og betra sem það er, því æskilegra er að fara svo
að, og svo ætti ævinlega að gera í krítískum útgáfum. En
þá er aftur sú spurníng til: á að sýna böndin, t. d. með
skáletri, eða leysa þau upp og prenta einsog hitt? Strángir
málfræðíngar munu svara því fyrra játandi, og því verður
ekki neitað, að með því verður nákvæmnin meiri eða ætti
að vera það. En hjer kemur til greina hugleiðíng, sem
höfundur þessarar ritgjörðar hefur alið einkum á síðari
tímum, þ. e. hvort þessi nákvæmni sje nú svo mikils virði
í rauninni, og hvort ekki sú hin mikla vinna, sem þá er
lögð á skrifara og útgefanda, setjara og prófarkalesara, sje
of dýru verði keypt, með öðrum orðum: hvort »erindið
svari til erfiðis«. Jeg er nú kominn að þeirri niðurstöðu
helst, að svo sje ekki í raun og veru. í formála getur út-
gefandinn gert nákvæm skil fyrir rjettritun handritsins og
öllu því, sem efasamt mundi vera, og ætti það að vera
nægilegt fyrir málfræðínga. Sömuleiðis má setja neðan máls
sumt af því, sem umræðu þyrfti. Jeg þykist líka hafa skil-