Skírnir - 01.01.1931, Side 21
Skírnir] Handrit og handritalestur og útgáfur. líf'
ið, að þar sem nákvæm rjettritunarlýsíng er í formála, hafa
málfræðíngar notað hana. en alls ekki útgáfuna sjálfa, þótt:
böndin hafi verið sýnd í henni. Þar sem ekki er nema um
eitt handrit að ræða og það gott og gamalt, t. d. annað'
eins og homilíubókina í Stokkhólmi, þá er svo að segja
sjálfsagt, að það sje gefið út með sem mestri nákvæmni,-
eins og líka var gert með nefnt handrit.
Þesskonar útgáfur, er nú var átt við, eru þó ekki al-
þýðlegar, svo góðar sem þær kunna að vera, og þar að'
auk fremur dýrar. Ódýrar alþýðuútgáfur eiga að vera svO'
læsilegar, sem unt er. Margir eru þeir, sem þurfa að nota'
útgáfurnar án þess þeir sjeu málfræðíngar, og þeim eru
auðlæsir textar þarfastir og æskilegastir. Þá kemur aftur-
rjettritunin til greina.
R. Rask skapaði rjettritun fyrir rúmum hundrað árum,.
og má segja, að hún hafi haldist til þessa dags, með nokkr-
um smábreytíngum. Hann reisti sína rjettritun mikið á
grundvelli íslenskunnar þá (og það er sama sem nú). Hann
hjelt því vel og lengi fram, að lítill eða enginn munur-
væri á fornu og nýju máli, en þegar hann kyntist handrit-
unum betur og einkum skáldskapnum gamla, breyttust
skoðanir hans nokkuð. Hann setti brodd yfir raddhljóðana
á undan ng og nk og hann bjó til skábroddinn yfir e, é
(sem kallað var e með bakfalli). Þessi rjettritun er að mestu
sú, sem notuð er í orðabókum og lestrarbókum.
Útgáfur með samræmdri rjettritun eru ekki aðeins
þarfar, heldur og sjálfsagðar, en þær eiga að standa á
grundvelli krítískra útgáfna að fullu.
Fornmálið var ekki altaf hið sama; það breyttist að'
ýmsu smám saman, og »rjettritun« handritanna (ef svo má
kalla það) var mjög svo sundurleit og breyttist eftir mál-
inu og framburðinum. Það er mikill munur á handritum frá
því um 1200 og frá því um öld síðar. Miðmyndarendíngin
-sk er einhöfð um 1200; síðar er iýrir hana haft z (að'
mestu svo), er sýnir breyttan framburð (nú er hún st).
Hljóðvarp af ó, œ, fjell alveg saman við æ, af á, um miðja
13. öld o. s. frv. Það er því Ijóst, að það er tíðarvilla að.