Skírnir - 01.01.1931, Side 27
Skírnir]
Orsakir hljóðbreytinga i íslenzku.
21
íyrir, að Hengikjöptr sálugi hafi kveðið hljóðin opnara
munni — svo að ég viðhafi orðalag fyrsta íslenzka hljóð-
fræðingsins — en t. d. Einar harðkjöptr. Svo mun og Birgir
hrosa hafa borið þau öðru visi fram en Andréas skæla.
Sá, sem talar með ólundartotu, kringir hljóðin ósjálfrátt.
Hann mundi enn í dag segja »furir«, en ekki firir (= fyrir).
Aftur mundi sá, er brosir út undir eyru, segja »firir«, þó
að hinn forni framburður (»furir«) væri enn almennt í gildi.
»Vaninn að tala með sífelldu brosi eða glotti afkringir
sérhljóðin; þannig verður no að nau (=ná) í alþýðumáli
i Lundúnum,« segir Sweet. Hann minnist og á áhrif lofts-
lagsins á framburðinn: »Loftslagið hefir nokkur áhrif, en
að vísu mjög lítil. í köldum löndum er mönnum ótamara
að opna munninn mikið. Af því sprettur hneigðin til að
gera a að ö, sem er nálega algild í nýju germönsku mál-
unum, en ekki er til í rómönskum málum,« segir hann.J)
En hneigð í sérstaka átt nægir þó ef til vill ekki allt af
til hljóðbreytingar, því að breytingar á máli sem öðrum
venjum eru ekki eingöngu komnar undir því, hve sterk
hneigðin til þeirra er, heldur og hinu, hve veik andstaðan
gegn þeim er. Andstaðan kemur frá íhaldsmönnunum, þeim
sem halda vilja málinu óbreyttu og ekki þola, að vikið sé
frá fornum framburði. Breytingar mundu því verða örastar
á þeim tímum, er hugur þjóðarinnar er önnum kafinn við
erfið viðfangsefni, sem ekki gefa tóm til að líta eftir smá-
munum, hvort heldur er í tali eða öðrum venjum.
Þegar svo ró kemst á aftur og færri vandamál orka
á hugann, nær ihaldið, vanafestan, sér aftur niðri. Það er
vissulega íhugunarvert, að helztu breytingarnar á hljóðum
tungu vorrar frá því á dögum frumnorrænunnar hafa ein-
mitt orðið á þeim tímabilum, er mest rót var á hugum
manna og þjóðarhagir allir á hverfanda hveli: fyrst á vík-
ingaöldinni, siðan á Sturlungaöld og loks á 14.—16. öld
eða fyrir og um siðaskiftim Hér skal nú reynt að líta á
1) Henry Sweet: A history oí english sounds from the earliest
period. Oxford 1888, bls. 55—56.