Skírnir - 01.01.1931, Page 28
22 Orsakir hljóðbreytinga í islenzku. [Skírnir
hinar helztu þessara hljóðbreytinga, og verður þá að-
ferðin:
1. að flokka saman þeim hljóðbreytingum, er orðið
hafa á sama tímabili;
2. að athuga, hvort breytingar hvers tímabilsins hafa
sameiginleg einkenni, og
3. reyna að finna orsakir þeirra sameiginlegra ein-
kenna, er rannsóknin kann að leiða í ljós.
Svo sem kunnugt er, þróaðist norrænan af frumnor-
rænu aðallega á 8. og 9. öld eða á víkingaöldinni og að-
draganda hennar. Aðaleinkenni breytingarinnar var hinn
mikli samdráttur orðanna eða stytting (ÞunraR > Þórr o. s-
frv.). Orsökin hefir, og eflaust með réttu, verið talin: auk-
inn talhraði, sem var eðlileg afleiðing hins mikla fjörs og
framtaks, er þá kom í norrænar þjóðir. í byrjun virðast
breytingarnar hafa verið nokkurn veginn hinar sömu um
öll Norðurlönd, en snemma hefir þó í sumum atriðum orð-
ið nokkur munur, svo að þegar kemur fram á 11. öld,
þykir mega tala um tvær aðalgreinar norrænunnar, annars
vegar vestnorrænu: norsku og íslenzku, hins vegar aust-
norrænu: dönsku og sænsku. Munurinn á þessum tveim
aðalgreinum óx, er tímar liðu, og sænska og danska greind-
ust meir og meir hvor frá annari og síðar islenzkan frá
norskunni. Málið, sem landnámsmennimir fluttu með sér tit
íslands, mun aðallega hafa verið það, er talað var í Gula-
þingslögum.
Munurinn á vestnorrænurm og austnorrænum málum
var nú einkum sá, að hljóðvörp voru fleirL í vestnorrænu,
samlögun á mp, nk og nt miklu tíðari: kroppinn, ekkja,
mpttull í vestnorr., krumpin, ænkia, mantul í austnorr., og
loks að hin fornu tvíhljóð, aur ei, ey, héldust í vestnorr.,
en urðu að 0, e, 0 í austnorrænu.
Ég held nú, að orsökin bæðr t® hljóðvarpanna og sam-
lagananna, er hvorttveggja á upptök sín á víkingaöldinni,.
sé hin sama og orsökin til samd'ráttar orðanna, sem sé:
aukinn talhraði. Það er eftirtektarvert, að hljóðvörpin hafa
orðið fyrr í þeim orðum þar sem hljóðvarpsvaldurinn síðan