Skírnir - 01.01.1931, Page 29
Skírnir]
Orsakir hljóðbreytinga i islenzku.
23
hvarf (dömiðð > dœmða, saku > sok o. s. frv.). Brottfall
siðara sérhljóðsins sýnir einmitt, að það hefir verið áherzlu-
laust og orðið borið hratt fram með sterkri áherzlu á aðal-
samstöfunni. Þar sem bæði hljóðvörpin og samlaganirnar
urðu tiðari í vestnorrænu en austnorrænu, þá ætti það að
benda á, að talhraði Norðmanna á vikingaöldinni hefði
verið meiri en Dana og Svía. Og eru ekki einmitt líkur til
þess, að ferð og flug þeirrar aldar hafi náð tiltölulega
sterkari tökum á lífi Norðmanna en hinna þjóðanna, er
munu hafa verið meiri akuryrkjuþjóðir?
Þetta er auðvitað ekki nema tilgáta, en hafi aukinn
talhraði valdið hljóðvarpi og samlögun á víkingaöldinni,
þá ætti hann að geta það enn þá. Mér hugkvæmdist þvi
að gera tilraun um þetta. Ég prófaði nokkra kunningja
mína með þeim hætti, að ég bað þá að segja: »tamjan
einn, tamjan tveir« o. s. frv. til »tamjan tuttugu«, svo fljótt
sem þeir gætu. Þeir þyrftu ekki að vanda framburðinn,
aðalatriðið væri að flýta sér sem mest, því að ég gerði
þetta til að prófa, hve fljótmæltir þeir gætu verið, og
mældi ég með markúri tímann, sem það tók að ljúka
þessari þulu. Þessa aðferð hafði ég fyrir þá sök, að athygl-
in dregst frá framburðinum, þegar menn hafa hugann fastan
við það að halda talnaröðinni. Hjá flestum af þeim, sem
ég prófaði, kom í ljós hneigð til að segja »temjan« fyrir
»tamjan«, einkum þegar á þuluna leið, og héldu þeir því
áfram til enda, ef þeir byrjuðu á því.
En þetta er auðveldast að prófa í skólum, og nú hefir
Jakob Jóh. Smári adjunkt góðfúslega gert þessa tilraun
fyrir mig í Menntaskólanum. Hafði hann til þess orðið
»vanjan«. Prófaði hann 175 nemendur i 8 bekkjum Mennta-
skólans, sem sé 2.—5. bekk A og B. Niðurstaðan varð sú,
að hjá 70, eða 40 °/0, varð ekkert hljóðvarp, en hjá 105,
eða 60 °/0, kom hljóðvarpið fram, auðvitað mismunandi oft
og skýrt hjá hverjum. Meðaltíminn til að hafa þuluna yfir
varð 9,6 sek. hjá þeim, sem ekki hljóðverptu, en 7,4 sek.
sek. hjá hinum. Og það er eftirtektarvert, að meðaltíminn