Skírnir - 01.01.1931, Page 30
24 Orsakir hljóðbreytinga í íslenzku. [Skírnir
var undantekningarlaust lengri í öllum bekkjum hjá þeim,
sem ekki hljóðverptu.
Þá gerði hann á sama hátt tilraun með 38 nemendur
í 6. bekk Menntaskólans, A og BC. Hafði hann orðið »akta«
til að vita, hvort samlögun (tillíking) kæmi fram (»akta«
yrði »atta«). Hjá 8, eða 21 °/0, varð engin samlögun, en
hjá hinum 30, eða 79 °/0, kom hún fram. Meðaltími fyrra
flokksins var 9,6 sek. og hjá hinum 9,4 sek., svo að þar
er minnst á mununum.
Jakob Smári taldi ekki, hve oft hljóðvarp eða sam-
lögun kom fyrir hjá hverjum. Það gerði aftur Freysteinn
kennari Gunnarsson í samskonar tilraun með 20 nemendur
í 1. og 3. bekk Kennaraskólans. Hann lét þá segja »tamjan
einn, tamjan tveir« o. s. frv. En hann hafði ekki markúr,
svo að ekki er hægt að tilgreina tímann. Niðurstaðan varð
sú, að hjá 4 varð ekkert hljóðvarp, en hjá hinum 16 í 182
tilfellum af 320, eða 57 °/0.
Hér með virðist þá sýnt, að hneigðin til hljóðvarps og
samlögunar, þegar hart er talað, komi undir eins við fyrstu
tilraun í ljós hjá meiri hluta manna, og er þá auðsætt, að
hún mundi bera sigur úr býtum á löngum tima, þegar for-
dæmi meirihlutans fengi að verka ósjálfrátt á minnihlutann
og menn hefðu um annað að hugsa en smávægilegar hljóð-
breytingar, svo sem mun hafa verið á víkingaöldinni.
Annars væri vert að gera um þetta og fleiri atriði
hljóðbreytinganna víðtækar tilraunir, og væri sérstaklega
fróðlegt að prófa menn, sem tala mál, sem lítið er um
hljóðvörp og samlögun í.
Á 12. öld og fyrra helmingi 13. aldar (á Sturlungaöld)
koma í ljós nokkrar breytingar á sérhljóðum:
1. q (i-hljóðvarp af a, framborið »miður opnum munni
en a, en meir en e«)') og upphaflegt e (frb. i)
hafa nálgazt hvort annað og runnið saman í eitt
opið e-hljóð;
2. o (u-hljóðvarp af a, »kveðið miður opnum munni
1) Fyrsta staffræðiritgerðin í Snorra-Eddu.