Skírnir - 01.01.1931, Side 31
;Skírnir] Orsakir hljóðbreytinga i íslenzku. 25
en a, en meir en o«)J) og 0 (»miður opnum munni
kveðið en e og meir en 0«)J) hafa nálgazt og runn-
ið saman í eitt opið ö-hljóð;
3. æ (g), langt, opið e-hljóð, og œ (0), langt, lokað
u-hljóð, hafa nálgazt og runnið saman;
4. á (langt a) og g (u-hljóðvarp af á) nálgast og
renna saman.
Öllum þessum breytingum er það sameiginlegt, að tvö
■og tvö sérhljóð renna saman í millihljóð, sem er lokaðra
en opnara hljóðið var, en opnara en hið lokaðra var.
Jafnframt er þess að geta, að framskot varanna hefir að
líkindum minnkað í 2. dæminu og horfið í 3. dæminu;
sama hneigð birtist í því að y varð i í sumum orðum.
Spurningin er nú, hvað valdið hefir þessu meðalhófi í
opnun munnsins á Sturlungaöld og jafnframt dregið munn-
vikin lítið eitt aftur.
Einhverjum kann að detta loftslagsbreyting í hug, sam-
'kvæmt orðum Sweet’s, er ég áður greindi. Af árferðisann-
•álum virðist mega ráða, að tiltölulega mörg hörð ár hafi
verið frá því á miðri 12. öld og fram um miðja 13. öld.
Hitt þykir mér þó líklegra, að munnsvipur Sturlungaaldar-
manna birtist í þessum framburði, en vöðvastælingin kring-
um munninn fer eftir því, hvað í huganum býr. Að svo
miklu leyti sem skapferli manna á einhverri öld hefir sam-
eíginleg einkenni, má gera ráð fyrir sameiginlegum drátt-
um um munninn. Nú eru menn fyrir fáu næmari en svip-
brigðum og þó helzt þeirra, sem mest er litið til, þeirra,
sem »gefa tóninn«. Það styður að því, að sérstakur svipur
verði almennur og þar með sá framburður, er honum kann
að fylgja. Þar magnar hvað annað
Aðferðin til að finna það hugarástand, sem valdið hefir
þessum hljóðbreytingum, mundi því verða sú, að athuga,
hvaða skap fylgir þeim munnsvip, er framburður þessara
bljóða hefir í för með sér, og getur hver sem vill gert þá
4ilraun!
1) Fyrsta staffræðiritgerðin í Snorra-Eddu.