Skírnir - 01.01.1931, Side 32
26
Orsakir hljóðbreytinga í íslenzku.
[Skimir
Svo sem kunnugt er, telur höfundur 1. staffræðirit-
gerðarinnar í Snorra-Eddu 9 sérhljóð í íslenzku: a, <?, e, q,
i, o, 0, u, y, og segir svo: »En nú elr hverr þessa stafa
annan staf undir sér, er hann verður í nef kveðinn, enda
verðr sú grein svá skýr, at hon má ok máli skipta.« Staf-
fræðiritgerðin er talin rituð um 1140, en hvenær þessi
nefkvæði framburður sérhljóða hvarf úr islenzkunni er óvíst,
enda erfitt að sanna, þar sem skáldin hafa ekkert mark á
honum tekið í rími. Skal nú fyrst líta á, af hverju nefkvæði
kemur og af hvaða orsökum það mundi hverfa.
Nefkvæður framburður sérhljóðs í fornmálinu var raun-
ar leifar af horfnu sjálfstæðu nefhljóði, er farið hafði á eftir
sérhljóðinu á eldra stigi málsins. Það hefir því, að minnsta
kosti fram um miðja 12. öld, verið eins og hver annar
framburður, er helzt af vana, unz breytt ástand mannar
andlegt eða likamlegt, rýfur venjuna. Annars getur hvert
sérhljóð orðið nefkvætt, því að nefkvæði kemur, er góm-
fillan hangir afllaus niður, svo að loftstraumurinn fer að
meira eða minna leyti út um nefið. Jespersen segir: »Þegar
menn eru of linir eða lémagna til að tala með fullum krafti,.
kemur það einkum niður á hreyfingum gómfillunnar; í stað-
inn fyrir »no« með hreinu munnkvæðu sérhljóði, sem haft
er til að láta i ljós lifandi áhuga eða til að reka á eftir
eða því um líkt, láta menn sér nægja að nauða veikt »no«,.
án þess að lyfta gómfillunni fyrir sérhljóðið.« Hann minn-
ist á þá, sem allt af kveða í nef — eru nefmæltir — og
segir: »Það getur komið af tómri leti, sem eins og öll
önnur leti er siðnæm (smittende); og ef til vill er nef-
kvæðið með þeim hætti orðið svo algengt viða, að það
má næstum heita fast einkenni mállýzkunnar, þar sem það
tíðkast.«J) Hér mætti og minna á það að »snövl« á dönsku
merkir slæping, dauðyfli.
En nú er ekki öll letin eins. Letin getur verið vottur
þess hugarfars, er metur aðra minna en svo, að vöðvarnir
fjörgist við návist þeirra. Mér finnst oft greinilegur keimur
1) Otto Jespersen: Fonetik, Kbh. 1897—99, bls. 272—273.