Skírnir - 01.01.1931, Blaðsíða 33
Skirnir]
Orsakir hljóðbreytinga í íslenzku.
27
af laundrýgindum í því, er menn kveða í nef. Það er eins
og þeir þefi með velþóknun af golunni úr sjálfum sér um
leið og hún fer.
Af því, sem nú hefir verið sagt, mundi mega ráða, að
nefkvæðið hyrfi helzt þegar menn veittu öðrum lifandi at-
hygli og framburðurinn fær fjör og þrótt. Og dr. Q. Forch-
hammer, sem hefir manna mesta reynslu í þessu efni, segir
einmitt, að bezta ráðið til að venja menn af að kveða sér-
hljóðin í nef, sé að láta þá bera samhljóðin fram með fjöri
og krafti. ’)
Þar sem þau tvö atriði, er ég nefndi: lifandi athygli
á fari annara manna og fjör og þróttur í framburði hefir
að líkindum fremur verið einkenni Sturlungaaldar en ald-
anna, sem á eftir fóru, þá virðist mér líklegt, að nefkvæðið
hafi horfið úr íslenzku á Sturlungaöld, enda er ekkert á
það minnst í 2. málfræðiritgerðinni í Snorra-Eddu, sem lík-
legt þykir að sé frá miðri 13. öld.
Frá því siðast á 13. öld og til loka 16. aldar hafa
orðið merkilegar breytingar á hljóðum málsins, og á síðari
hluta þess timabils (1450—1600) hefir hljóðdvalarbreytingin
orðið. Breytingin á sérhijóðunum er mest í því fólgin, að
hin löngu sérhljóð á, æ (?) og ó urðu tvíhljóð: aú, ai, oú;
e varð ei á undan ng og nk; ö varð au (öu) á undan ng
og nk; é varð ie, y varð i, ý varð í og ey varð ei.
Á skýringu síðasta atriðisins, að y varð i o. s. frv.,.
hefir áður verið minnzt. Hér skal vikið að tvíhljóðuninni.
Sérhljóð verður að tvíhljóði, er munnop það, er til
sérhljóðsins þarf, og þar með hljóðmagnið, helzt ekki óbreytt
meðan hljóðið varir, heldur minnkar (fallandi tvíhljóð) eða
vex (stígandi tvíhljóð). í öllum þeim dæmum, er talin voru,
eru tvíhljóðin, sem fram koma, fallandi, nema ie. Til skýr-
ingar tvíhljóðuninni er fyrst þess að minnast, að hin al-
menna vöðvastæling líkamans virðist nægja þeim vöðvum,
er munninum loka, til að halda honum lokuðum. Þetta má
1) G. Forchhammer: Om nödvendigheden af sikre meddelelsesr-
midler i dövstummeundervisningen. Kbh. 1903, bls. 75—76.