Skírnir - 01.01.1931, Page 34
:28
Orsakir hljóðbreytinga í íslenzku.
[Skirnir
meðal annars ráða af því, að munnurinn helzt lokaður í
svefni, þegar vöðvastælingin er minnst, séu nefgöngin opin
fyrir andardráttinn. Minnki vöðvastælingin, svo sem stund-
um verður, þegar menn eru niðursokknir í hugsanir sínar
eða horfa hugfangnir eða undrandi á eitthvað, slakna jafn-
framt kjálkavöðvarnir og munnurinn opnast, neðri skoltur-
inn sígur niður, fyrir þunga sínum einum saman. Hins
vegar vex stæling kjálkavöðvanna ósjálfrátt, er hin al-
menna vöðvastæling vex: menn bíta ósjálfrátt á jaxlinn,
er þeir búa sig undir aflraun og þó ekki sé annað en að
kreppa hnefann. Það er því að jafnaði ekkert erfiði í því
fólgið að halda munninum lokuðum. Aftur á móti þarf oft-
ast sérstakt vöðvastarf til að opna munninn og halda hon-
um opnum og því meira sem opið er stærra og varir
lengur. Getur hver sem vill tekið sönnunina hjá sjálfum
sér með því að gapa dálitla stund.
Þessar hugleiðingar eiga nú að bregða ljósi yfir eðli
og upptök tvíhljóðunarinnar. Sé það erfiði að opna munn-
inn, t. d. setja hann í a-stellingu, og halda honum þar
meðan langt a er borið fram, þá er auðsætt, að erfiðið
verður minna, ef ekkert þarf að dvelja í a-stellingunni og
munnurinn fær jafnskjótt að þokast í ú-stellingu. En ein-
mitt þetta gerðist, þegar langa a-ið varð að á-inu okkar.
Sama á við um hin sérhljóðin, sem urðu að fallandi tví-
hljóðum. Ef vér lítum á é, sem varð ie, þá kemur þar að
vísu stígandi tvíhljóð, en það tvíhljóð kostar ekki meiri
opnun munnsins en hið upphaflega é.
Tvíhljóðunin sýnir orkusparnað, og á sama bendir það,
er y verður i. Kringing hljóðsins hverfur, framskot varanna
sparast. En orku spara þeir ósjálfrátt, sem ekki hafa hana
.aflögum. Tvihljóðunin bendir því á þverrandi þrótt.
Vér komumst ef til vill ögn nær því hugarástandi,
sem birtist i tvíhljóðuninni, ef vér athugum sem snöggvast
tvö merkileg smáorð i tungu vorri. Það eru orðin »já« og
»nei«. Þau eru merkileg fyrir þá sök, að þau eru gagn-
stæðrar merkingar, tákna hvort sitt viðhorfið. En hvort
viðhorfið um sig getur haft óteljandi blæbrigði, er speglast