Skírnir - 01.01.1931, Qupperneq 35
Skírnir]
Orsakir hljóðbreytinga í islenzku.
29'
í framburðinum og tóninum, sem verður eftir því, í hvaða
hug játað er eða neitað. Ég skal ekki hér víkja að tónin-
um, sem er allsherjarmál, heldur aðeins að framburðinum,
sem er íslenzkur. Venjulega eru þessi tvö orð borin fram
með tvíhljóðum: »já«, »nei«. En stundum bregður út af,
svo að já verður »ja« eða »jam« og nei verður »ne«.
Þessi framburður kemur að ég hygg einungis þegar menn
svara fast og ákveðið, svo að ekkert hik á sér stað. Hann
víkur frá málvenjunni, kemur ósjálfrátt og sýnir þar með,
að hann samsvarar betur ráðnum hug en tvíhljóðaði fram-
burðurinn. Það er bending um, að tvíhljóðin séu af tví-
veðrungi sprottin.
Þá skulum vér líta á helztu breytingarnar, sem orðið
hafa á framburði samhljóðanna á sama tímabilinu, og at-
huga, i hverju hver þeirra er fólgin og hver muni hafa
verið orsök hennar.
g lokaðist á undan 1, n (reggla, maggn o. s. frv.). Or-
sökin mun hafa verið hægur og settlegur framburður. Að
m varð mm, n varð nn í niðurlagi orðs (umm, sjúkann
o. s. frv.) mun hafa komið af sömu orsök.
nn varð dn á eftir upprunalega löngu sérhljóði. Til d
og n þarf sömu tungustellingu. Það gerir muninn, að góm-
fillan lokar nefgöngunum við d, en opnar við n. Jespersen
segir: »Þegar tvö samhljóð, sem aðeins eru mismunandi
að stellingu gómfillunnar, svo sem dn eða bm, eiga að
koma hvort á eftir öðru, verður það ósjaldan, þegar hratt
er talað, að gómfillan byrjar hreyfingu sína ofurlítið of
snemma.*1) Af því mundi mega álykta, að gómfillan yrði
stundum of sein á sér, þegar hægt er talað, svo að dn
fyrir nn (»brúdn« fyrir »brúnn« o. s. frv.) hefði upphaflega
komið af seinum framburði.
11 varð dl. d og 1 hafa sömu tungustellingu að öðru
en því, að tungujaðrarnir dragast inn við 1, svo að loft-
straumurinn kemst beggja vegna. d-ið fyrir fyrra 1-ið kem-
ur þá af því, að þessi samdráttur tungunnar verður of
1) Fonetik, bls. 271-272.