Skírnir - 01.01.1931, Blaðsíða 36
.30
Orsakir hljóðbreytinga í islenzku.
[Skírnir
seint. Orsökin mun upphaflega hafa verið seinn fram-
burður.
Á sama hátt skýrist það, er sl verður sdl, eða sn
verður sdn; d-hljóðið kemur af því að samdráttur tung-
unnar eða lyfting gómfillunnar verður ögn of seint.
rn verður dn. Tungustellingin er nálega hin sama fyrir
r og d. Munurinn er sá, að tungubroddurinn titrar við r.
.Jespersen segir,1) að tungubrodds-r geti komið fyrir t eða
d millum sérhljóða við hraðan framburð, og hann tilgreinir
ýms dæmi úr mállýzkum og jafnvel úr Iatínu (arvena fyrir
.advena, arvocatus fyrir advocatus o. s. frv.), er sýna, að r
getur komið fyrir d. Virðist þá jafneðlilegt, að d geti
'komið fyrir r og þá helzt af seinum og linum framburði.
f varð b (abl, Fábnir, torb, kálbur). Munurinn á vara-
burði við b og f er sá, að við b falla varirnar saman eins
-og þegar munnurinn lokast blátt áfram, en við f dregst
neðri vör inn að neðri rönd efri tanngarðs. f verður b,
þegar þessi herpingur neðri varar ferst fyrir.
Breytingarnar á samhljóðunum virðast þannig bera
með sér minnkandi þrótt og hraða í framburði. Á sama
ibendir það, að á þessu tímabili einfölduðust r og s í niður-
Jagi orða og að u var skotið þar inn á undan r.
Séu skýringar þær, er ég hér hefi komið með, á rétt-
uim rökum gerðar — en um það kynni að mega fá frekari
gögn af rannsókn á öðrum atriðum tungunnar á þessu
’tímabili — þá verður almenn saga þjóðarinnar á þessum
-öldum að skýra það, hvers vegna andlegt og líkamlegt
fjör hennar og þróttur var minna þá en áður, og það hygg
-ég verði létt verk.
Saga sú, er ég hér hefi reynt að rekja í stuttum drátt-
um, virðist mér að ýmsu leyti merkileg. Hún snertir aðeins
-einn þátt í þróun tungu vorrar og virðist þó sýna æðaslög
og andardrátt þjóðarinnar á þessum öldum. Hún sýnir oss
ferð og flug víkingaaldarinnar, er dregur slenið af orðun-
ium, styttir þau og stælir, en fjölgar um leið blæbrigðum
1) Fonetik, bls. 444.