Skírnir - 01.01.1931, Page 38
Latínuskólinn 1872—78,
Eftir Finn Jónsson.
Jeg var sjálfur læs og skrifandi (párandi) áður en jeg
var 7 vetra. Faðir minn — þá á Akureyri — átti skáp
fullan af íslenskum bókum, og jeg vissi deili á hverri bók..
Til marks um það skal eitt lítið dæmi sagt. Búandkarl
einn kom til föður míns og bað hann lána sjer bók, jeg
man ekki hver hún var. Faðir minn sagði, að hún væri í
láni. Jeg hjelt að föður minn misminti, og sagði, »nei hún
er hjerna«. Hann varð þá að kannast við það og karlinn
fjekk kverið, en jeg áminníngu á eftir, og var það eitt af
hinum fyrstu atvikum, er opnuðu augu mín fyrir veraldar-
hnykkjum. Jeg las alt, sem jeg náði í, sjerlega eru mjer
minnistæð kvæði Jónasar og Gaman og alvara og Vina-
gleðin, Viðeyjarbækurnar góðu, sem nú líklega enginn les
eða veit hvað er.
Þegar við vorum flutt til Reykjavíkur, átti jeg að fá
ýmsan undirstöðulærdóm, og fengum við elstu systkinin
tvö kenslu hjá vini föður okkar, Eggerti Ó. Brím, sem þá
var á prestaskólanum. En ekki skal jeg rekja þá sögu.
Þess skal getið, að jeg átti síðar að heita að byrja á lat-
ínulærdómi eitthvað á 12. árinu, en kenslan var ærið stop-
ul og kennarinn slakur. En brennandi var þá löngunin eftir
að komast í latínuskólann, sem þá var veglegasta húsið í
Reykjavík. Jeg leit upp til þeirrar stofnunar, sem væri hún
einhver æðri vera, og að komast í tölu skólapilta, þótti
mjer ganga fullsælu næst. En það sá jeg, að jeg þyrfti að