Skírnir - 01.01.1931, Side 39
;SkirnirJ
Latinuskólinn 1872—78.
33
fá duglega kenslu til undirbúníngs svo sem einn vetur.
Svo þegar jeg var 13 vetra, kom móðir mín einn dag og
spurði mig mjög alvarlega, hvort jeg hjeldi, að jeg gæti
lært eða kærði mig um það. Jeg man jeg svaraði hálf-
kjökrandi, að ekkert vildi jeg heldur og nú væri að hrökkva
eða stökkva með það. Svo fjekk jeg þá kenslu hjá þeim,
sem bestur var talinn til þeirra hluta, Guttormi Vigfússyni,
sem enn lifir í hárri elli. Hann var ágætur kennari og oft
minnist jeg hans með gleði. Við vorum hjá honum 3, Geir
Zoega, jeg og Jóhannes Ólafsson. Jeg get sagt án sjálfs-
hróss, að jeg var iðinn þann vetur. Þá var latínan i sín-
um gamla algleymingi, og til þess að geta þýtt á latínu
t- d. landanöfn og borga m. m. tók jeg mig til og bar
saman landabrjef (ný) við orbis antiquus, með tómum latínu-
nöfnum, og bý jeg að því enn.
Svo kom inntökuprófið, og gekk heldur stirt sumt,
einkum stílarnir, sjerstaklega sá latínski, hverju sem um
var að kenna. Þegar það munnlega skyldi byrja, kom rektor
(Jens Sigurðsson) inn í busíu, þar sem reyna skyldi það
niunnlega, og sagði þurrlega, eins og hann átti að sjer:
»Jeg veit ekki, hvort það er til nokkurs að halda þessu
áfram«. Jeg varð meir en skelkaður, en alt fór þó vel, og
flestir komumst við inn; jeg var sáluhólpinn eða svo til.
Þá bjó Jón Árnason í sjálfum skólanum sem umsjónar-
niaður og bekkirnir voru 5, 3. bekk var tviskift, A og B,
efsti bekkur var sá 4. í tölunni og í honum var setið 2 ár,
efri og neðri deild; efri deild sat þar ekki nema 6 mán-
uði, þeir 3 síðustu gengu til próflestrar. Þá voru heima-
vistir og tvær svefnstofur, meiri og minni; og lesið í bekkj-
unum eftir miðdaga og kvöld. Var þá stundum glens mikið
°g hávaði, en bæði Jón og rektor brugðu sjer stundum
nlður til eftirlits og gægðust inn um hurðagluggana. Þegar
undlitið sást þar, datt alt i dúnalogn. Stundum voru bar-
dagar háðir milli kastrínga (2. bekkjarpilta) og 4. bekkjar,
þeir voru andspænis hvor öðrum við norðurgaflinn. Kastr-
fngar (af castra = herbúðir) voru taldir herskáastir allra,
3