Skírnir - 01.01.1931, Side 40
34
Latinuskólinn 1872—78.
ISkírnir
af hverju sem það kom, og áttu 4. bekkíngar oft fult í
fangi í viðureigninni.
Skólinn hófst einsog nú 1. okt., eftir 3 mánaða sumar-
leyfi. Hófst hann með bókauppboði, er stóð 2—3 daga..
Þar keyptum við bækur til skólaársins fyrir »billegan« pen-
ing. Þar að auk var mart annað og mikið rusl sett á upp-
boðið; það fór fram með glensi og gamni. Nú á dögum
hefði það líklega ekki þótt holt að láta bækur þannig gánga
i arf, en þá var ekki um neitt slíkt hugsað, enda varð
aldrei neitt uppvist um, hvort það var heilsusamlegt eða
ekki.
Að uppboðinu loknu hófst kenslan. Allir áttu að vera
komnir i skólann 10 mínútum fyrir 8 á hverjum virkum
degi; þá voru bænir haldnar fyrst í 10 mínútur, súngnir
sálmar, »tónuð« bæn (Ó þú eilifi guð o. s. frv.), og áttu
allir að gera það eftir bekkjum og röð. Fór það oft all-
skríngilega fram, þegar sá tónaði, sem enga rödd hafði
eða kunni ekki lagið. Nærri má geta þá (og annars ella),
hve alvaran var mikil; þetta var alt ekki nema fyrir siða-
sakir og mjer vitanlega alveg áhrifalaust á lunderni. Alveg
sama er að segja um »bænir« á kvöldin. Þær fóru fram
kl. 10—lO'/a, súngnir sálmar og lesin hugvekja eftir Pjetur
eða eitthvað þessháttar. Enginn tók eftir þvi sem lesið
var, ekki síst ef sá las illa sem las, og var það ekki sjald-
gæft. Jeg fjekk leyfi til þess að lesa upp í skóla í 2—3
vetur og get því borið um þetta af eigin reynslu. Þessar
»bænir« kvöld og morgna voru hinn herfilegasti misskiln-
íngur, gamall vani og ekkert annað. í sambandi við þetta
má geta um kirkjugöngur. Það voru skyldugöngur annan
hvorn sunnudag. Skyldu skólapiltar þá sitja í bekkjaröð á
fremsta bekk uppi á loftinu beggja megin. Þeir fyltu báða
bekki að mestu. Oft höfðu þó aðrir sest þar, en þeir urðu
að víkja, og heyrðist þá oft möglað, sem von var. Enginn
ofn var þá í kirkju, og mig minnir, að kirkjugöngur skyldu
haldnar alt upp að 4 stiga frosti. En kannske það hafi átt
að vera minna og ekki svo slæmt. Nærri má geta, að
þetta var oft slæmt fyrir þá, sem ekki voru þvi betur