Skírnir - 01.01.1931, Page 41
Skirnir]
Latinuskólinn 1872—78.
35
klæddir, enda varð mjer einusinni allhált á því. Sannleik-
urinn var sá, að þessar kirkjugöngur voru blátt áfram
»barbarí«.
Hálfan tíma höfðu piltar til þess að fara niður i bæ
(heim til sin) til þess að borða morgunverð. Var þá skálm-
að af þeim, sem lángt áttu, t. d. út í Hlíðarhús (og var þá
talað um »Hlíðarhúsamarsj«). Þó vanst tíminn allvel, enda
urðu menn að rífa matinn í sig. Þegar ilt var veður, hált
á götum o. s. frv., var þetta ekkert sældarbrauð.
Kenslan sjálf var einsog hún eflaust hefir verið í Skál-
holti og á Hólum frá ómuna tíð, yfirheyrslu-kenslu mætti
nefna það. Piltum var sett fyrir svo og svo mikið til hvers
tima. Þessum »lexíum« átti maður að skila, og eftir því,
hvernig hver kunni, voru einkunnir gefnar daglega fyrir
hverja frammistöðu. Altaf þutu menn uppað kennarastúk-
unni til þess að sjá, hvað hver hafði fengið. Þótti þá sum-
um »súrt í brotið«. Stundum fengu menn einkunnina þegar
eftir yfirheyrsluna (t. d. hjá Hannesi Árnasyni), og þá gat
komið fyrir, að pilturinn möglaði og þóttist eiga meira
skilið. Þetta var kallað »að pexa«, hafðist þá það stundum
tram, að einkunnin var hækkuð með V3. Úr þvi að jeg er
að tala um einkunnir, skal þess getið, að sumir kennarar
gáfu aldrei meira en dável eða dável hvað vel sem
maður stóð sig í lexíunni; þeir hugsuðu sem svo, að menn
ættu yfir höfuð ekki meira skilið. Það var einsdæmi, ef
k d. H. Kr. Friðriksson gaf meira. Aðrir litu þó öðruvísi á
málið.
Þessar daglegu einkunnir gerðu suma það sem kallað
var »karaktjersjúka«. Þar um kvað Kristján Jónsson:
Eirulausa aumingjann
iiber charachter zu flehen
og bölvun leggja of bonos mores
bannfærandi præceptores.
Aðalnámsgreinarnar voru gömlu málin. Latínan var
lesin til inntökuprófs, á grísku var byrjað í öðrum bekk.
3*