Skírnir - 01.01.1931, Side 42
36
Latinuskólinn 1872—78.
ISkirnir
Gríska málfræðin er erfið, en Jón rektor kendi hana þar
og við lærðum málfræðina svo, að við nutum þess um
allan skólann. En svo var það líka búið. Hvaða höfundur
sem lesinn var, voru spurningarnar síðan altaf þær sömu,
sömu orð og beygíngar voru altaf, alt upp í 4. bekk, tuggn-
ar upp, einkum það sem var kallað aoristus secundus
(eben, bó, bajen, beþi, benai, bas, basa, ban, bantos,
bantes), og alt eftir þessu. í latínu voru líka runur (axis,
caulis, collis, crinis o. s. frv., apis, auris, avis o. s. frv.).
Eins var. þetta í íslensku (ja, la, na, ra, ta, ga, ka, sa —
þetta voru nafnháttaendíngar sagna). Þannig urðu eigin-
lega engar framfarir í kenslunni, sama staglið um allan
skólann. Það væri synd að segja, að mikið væri farið út í
efnið, eða oss bent á fegurð þess eða einkenni. Það urð-
um við sjálfir að skynja. En við lásum vel og lærðum vel
samt sem áður. Alveg eins var þetta í þýsku, sem kend
var 4 fyrstu árin. Enska og frakkneska voru kendar 2 síð-
ustu árin og gátu menn valið um, ef menn vildu ekki taka
hvorttveggja málið. En nærri má geta, hvað mikið maður
lærði með 2 tímum á viku, að mig minnir. Stílar voru
gerðir í latínu, íslensku og dönsku; þeir latínsku gengu
misjafnt. Það var sögn um, að prestur einn — fyrir mína
tíð — átti að þýða: sú fregn barst út, að asni væri orð-
inn veikur o. s. frv. Hann skilaði bókinni með því að skrifa
asinus efst og rumor neðst á blaði, hitt var alautt. Síðan
var hver, sem maður vildi skamma sem heimskíngja, kall-
aður »asinus rumor« (þú ert b. a. r.). Gísli Magnússon ljet
okkur einusinni eða tvisvar á vetri skrifa svokallaða greina-
stíla. Þeir voru verstir. Það voru smásetníngar, orðskviðir
og þess háttar. Þar voru einkunnirnar lægstar.
í öðrum greinum var kenslan með sama móti, aldrei
annað en lexíur (sbr. þó það sem síðar verður sagt um
einstöku kennara). í eðlisfræði var aldrei neitt sýnt með
tækjum. Þau átti skólinn heldur ekki — nema eina raf-
magnsvjel, krínglótt glerhjól, en kennarinn (Haldór Guð-
mundsson) var beinlínis hræddur við hana; þó fjekkst hann
stöku sinnum til að koma með hana og »hlaða« hana, en