Skírnir - 01.01.1931, Page 43
Skirnir]
Latínuskólinn 1872—78.
37
oíurgaetilega, svo stóðum við í hríng og hjeldum hver í
höndina á öðrum; alt i einu fundum við hnykk í úlflið-
unum — og svo var tilrauninni lokið; þetta var alt og
sumt. í algebru og þrihyrníngafræði og flatarmálsfræði
lærðum við töluvert (sami kennari); hann var með þvi
uiarkinu brendur, að honum var harðla óljúft að skýra
fyrir okkur, það sem okkur fanst torskilið. »0, skiljið þið
þetta ekki,« var viðkvæðið; honum fanst alt ljett. En það
var bót i máli, að í skólanum var eitt ágætishöfuð i allri
stærðfræði. Það var okkar Mímishöfuð, og þar fengum við
undir eins fulla skýringu. Það höfuð átti Þórður Thórodd-
sen, síðar læknir. Hann hefði átt að vera prófessor í stærð-
fræði við einhvern höfuðháskóla.
í grasafræði var kenslan fremur bág. Sami kennarí
hafði erft hana eftir Björn Gunnlaugsson. Á henni var
hyrjað í 2. bekk; einmitt þá er jeg var í þeim bekk, hafði
hann innleitt nýja bók, Vaupells (sem við bárum fram
Vá—, i stað Fá—; Haldór gerði það líka). í bókinni voru
engin latínsk plöntunöfn og þótti okkur það illa farið.
Kennarinn var bókinni alveg ókunnugur, og þræddi hana
linu fyrir línu og grúfði sig niður i hana (hann var nær-
sýnn). Þá gátu þeir, sem vildu, lesið upp úr þeirra eigin
bók, sem lá fyrir framan þá. Hjá honum fórum við ekki
UPP að kennarastúku. Aldrei var nein (þurkuð) jurt sýnd
— en svo gerði kennarinn okkur þann óleik, að koma
ttieð ýmsar jurtir við próf á vorin, sem við áttum svo að
þekkja og gera grein fyrir. Voru þá margir, sem fóru fyrir
Próf í »bótanískar exkúrsíónir«, sem kallað var, til þess
að fá ofurlitinn undirbúníng, en geta má nærri, hvernig
hann var.
Náttúrufræðin var annars dýrafræði og steinaíræði.
Hvorttveggja kendi Hannes Árnason, hina fyrri eftir eld-
gamalli bók eftir Bramsen og Dreyer. Hún var Ieiðinleg
°g fáskrúðug, allar tennur dýranna taldar upp í efra og
neðra skolti, og þetta áttum við að læra og kunna, um
eðli eða lifnaðarhætti dýra eða fugla ekki eitt orð. Til var
dýrasafn eða heldur tvö, annað minna og rýrara, það feng-