Skírnir - 01.01.1931, Page 44
38
Latínuskólinn 1872—78.
|Skirnir
um við stundum að sjá, og var það nokkur bót, þótt lítil
væri. En hitt, meira og • betra, safnið var varla mögulegt
að fá kennarann til að sýna okkur. Svo mikil virkt var
honum á því. Steinafræðin var aldrei annað en kristalla-
fræði, sem lærð var eftir fyrirlestrum Hannesar einhvern
tíma í fyrndinni, og svo voru þeir uppskrifaðir hvað eftir
annað; á bókauppboðinu var stundum hægt að kaupa eina
og aðra uppskrift.. Til frekari skýríngar á efninu voru not-
aðar kristallamyndir úr trje, sem stöku piltar höfðu sjálfir
búið til. Jón Þórarinsson var sjerlega laginn á að skera
þær. Þetta var nú öll steinafræðin; hún var aldrei kölluð
annað en snakkið, og kennarinn snakkó. Ein setníng festist
i minninu: »við núníng magnast rafur | við hitun túrma-
lín« — þótt ekki sje hún beinlínis i hljóðstöfum ') eða
skáldleg.
í trúfræði var kenslan ein einasta meiningarleysa. Lis-
cós bók var lesin bekk eftir bekk og Herslebs biblíusögur.
Liscó var ekkert annað en kverið, í stærri mynd, leiðin-
legri bók var ekki hægt að fá oss i hendur. Að gera hana
að kenslubók í skólanum var hinn herfilegasti misskilning-
ur. Kirkjusaga hefði verið nokkuð annað, en um hana var
aldrei orð talað. Það voru mikil umskifti — einsog að
koma af eyðimörku í einhvern Tómásarhaga — er Stein-
grímur Johnsen Ijet okkur lesa Matheusar guðspjall á frum-
málinu í 4. beklc. Yfirhöfuð ætti aldrei að kenna trúbrögð
í þeirri mynd (dogmatík), heldur aðeins kirkjusögu-ágrip,
og þá sem part af almennu sögunni.
Jeg hef geymt mjer að tala um íslensku-kensluna.
Hana hafði Haldór Friðriksson á hendi. Kenslan i móður-
málinu ætti að vera og gæti verið ein hin skemtilegasta
fræði- og kenslugrein, sem hugsanlegt er. Kemur þar auð-
vitað fyrst til greina að kenna sögu málsins og þróun þess.
Þó að þessi vísindi sje nú komin lángt fram úr þeim tím-
um, sem hjer um ræðir, þá hefði þó mátt gera miklu meira
1) Þá eru nú sumir spekíngar farnir aó kalla »ljóðstafi“; allir
stafir í ljóðum eru ljóðstafir, en hljóðstafir er annað.