Skírnir - 01.01.1931, Side 45
Skirnir]
Latínuskólinn 1872—78.
39
en kennarinn gerði. Hann stóð á málfræðisstigi frá því fyrir
1848, og fylgdist víst lítið með framförum í almennri mál-
íræði upp frá því. Hann hafði Iíka svo mörgu öðru að
gegna. Kenslan var því ekki önnur hjá honum en hinum,
tómt beygíngastagl og sömu spurníngarnar um sömu hlut-
ina bekk úr bekk. Halldór skrifaði sjálfur heldur lipurt og
látlaust mál; og rjettritun sú, sem kend var við hann (en
hefði heldur átt að vera kend við Konráð Gíslason) var að
mörgu lagi blátt áfram og í rjettu horfi. Stílarnir voru
jafnaðarlegast þýðíngar úr dönsku, og mátti það vel vera,
ef þá hefði verið rækilega bent á mála-muninn, en því var
ekki að heilsa. Kennarinn kom oftast (eða mjög oft) með
kompurnar (stilabækurnar) óleiðrjettar í tímana og lagfærði
stilana í þeim — til þess gekk allur timinn, og við feng-
um engar skýríngar á villunum. Við urðum þá að geta oss
til þeirra sjálfir. Svo var það sem lesið var. Það var aldrei
annað en fornsögurnar, Egla, Njála, Gylfaginning (minnir
mig líka) og nokkur eddukvæði. Þetta var nú gott og bless-
að, en aldrei var neitt lesið í ýngri bókmentum, aldrei eitt
orð um bókmentirnar sjálfar, sögu þeirra og þýðingu. Nafn
Snorra hefði verið oss hulinn leyndardómur, ef Háttatal
hans hefði ekki verið lesið í efsta bekk (stundum), en lest-
ur þessa kvæðis var einmitt einstakur misskilníngur. Mart
annað í skáldskapnum forna hefði verið betra. Jeg skal þó
árjetta það sem nú var sagt með því, að stöku sinnum
voru nokkur kvæði Jónasar lesin og lærð, það var líka það
einasta, sem við lásum í nýíslenskum bókmentum, enda
mátti Haldór ekki minnast Jónasar, svo að hann yrði ekki
klökkur.
Jeg hef nú litið nokkuð á kensluna sjálfa. Hún var
auðvitað alt annað en góð, þegar hún skal dæmd eftir nú-
timans kröfum, og þótt það sje ekki gert, var henni mjög
svo ábótavant. Hvort hún að öllu samanlögðu hefur verið
miklu lakari en i öðrum skólum ríkisins skal auðvitað látið
ósagt; höfuðatriði kenslunnar voru efalaust hin sömu. —
Skólareglugjörðin, sem fylgt var, var gömul og fyrnd; ný
kom árið 1877, þar um síðar.