Skírnir - 01.01.1931, Page 46
40
Latínuskólinn 1872—78.
[Skirnir
En þó nú kenslan væri þannig, þá lærðum við samt
mjög mikið. Piltar voru min skólaár yfirhöfuð mjög skyldu-
ræknir, og bjuggu sig að öllum jafnaði vel undir morgun-
daginn. Auðvitað voru undantekníngar, og oft kom það
fyrir, einsog gengur, að sá og sá hafði ekki litið í ein-
hverja lexíuna. Var þá tvent til, milli tíma að fá tilsögn
hjá öðrum (t. d. að þýða úr latinu eða grísku); eða pilt-
urinn fór snemma á fætur til þess að læra það, sem fyrir
var sett; þetta var nefnt »að rúera« — eflaust gamalt
skólamál.
Kenslubækurnar voru lángflestar danskar, og lærðum
við auðvitað dönsku mikið af þeim, auk þess sem við'
lærðum í sjálfum dönsku-stundunum. Þó voru danskir stíl-
ar ekki ætíð góðir. Æfíngar í að tala málið, hvorki það
nje önnur, voru alls engar. Enska og franska voru, sem
sagt var, ekki kendar nema í 4. bekk (2 síðustu árin) og
mátti velja um, ef maður kaus ekki að læra bæði málin.
Ekki er hægt að segja, að það hafi valdið erfiðleikum að
læra á danskar bækur. Þó gat það komið fyrir. Einu sinni
var piltur uppi hjá Haldóri Guðmundssyni og fór alt í
einu að tala um einhvern »Topp-lansvinkil«; hann hjelt
auðsjáanlega, að hjer væri um einhvern »vínkil«, sjerstak-
legs eðlis, að ræða, kendan við mann. En í bókinnl stóð
»toplansvinkeI«, þ. e. tveggja plana horn; hann hafði lesið'
orðið rángt, skipt því skakt. En eftir það var oft nefndur
»Topp-lansvínkill«. Jeg man ekki eftir fleiri dæmum. Mörg
voru þau aldrei þessu lík.
Kenslubækurnar voru þær nýjustu og þær sem þá
voru mest hafðar í Danmörku, t. d. sögubækur Blochs,.
landafræði Erslevs (sem mjer þótti sjerstaklega vænt um),
þýski Hjörtur (lestrarbók í þýsku), ágæt bók; sístar voru
kenslubækurnar í náttúrufræðunum. Eðlisfræði Holtens (sem
oft var kölluð Bolten, af því að pilti varð það á að lesa
gotneska H-ið sem B) var vist fremur góð bók, og sama
var um stærðfræðisbækurnar, algebru Steens (»bláa bók-
in«, kápan var ætíð blá) og Rasmusar geometríu, fremur
þúng, en lesnir aðeins kaflar (þar í var »lánga kvaðrat-