Skírnir - 01.01.1931, Blaðsíða 47
Skirnir] Latínuskólinn 1872—78. 41
rótin«, hún var nokkurs konar áttavisir um stærðfræðis-
gáfur piltsins). Jeg fjölyrði ekki meira um bækurnar, um
Liscó hef jeg tautað áður.
Það mun þykja eðlilegast að tala um kennaran næst
á eftir kenslunni. Það er nú ef til vill hálagler að hætta
sjer út á, en jeg vil ekkert segja annað um þá en það
sem jeg veit, að satt er og rjett. Verði mjer sumt af því
tekið óstint upp, verður það að hafa það. En auðvitað má
mart satt kyrt liggja.
Eins og áður var minst á, var Jens Sigurðsson rektor,
þegar skólaárið 1872—73 hófst, en hans naut skamt við,
þvi að hann dó í nóvember. Jeg kann því lítið frá honum
að segja, en margar gengu sögurnar í bænum um einræn-
ingsskap hans og sjervisku, sem kallað var. Þá voru nokkr-
ar svokallaðar rektorsstundir; það voru nokkurs konar auka-
timar, sem rektor mátti nota til hvers sem vera skyldí.
Jens hafði nokkra tima með okkur í neðsta bekk (vera má
að það hafi reyndar verið latínutimar, sem Steingrímur
Thorsteinsson átti að hafa, en hann kom ekki þá að utan
tyrr en um þann 12. október). Jens hafði nú tímana og
hlýddi okkur yfir Gallastríð Cæsars. Þá sagði hann við
e>nn pilt á neðsta bekknum eftir að hafa »tekið hann upp«:
»Ja, þú ert nú svo vitlaus, að það er ómögulegt að tala
við þig«. Það datt ofan yfir mig (og ef til vill fleiri), er
jeg heyrði þetta, enda var það æði hrottalega sagt. Þessi
Piltur var alls ekki gáfnalaus, og varð síðar vel metinn
maður, en hann sagði sig úr skóla eftir einn vetur vegna
fátæktar.
Eftir andlát Jens var um tvo að ræða sem rektorsefni,.
Jón Þorkelsson og Haldór Friðriksson. Þeir voru engir vin-
'r. að sagt var, en ekki kann jeg að segja frá atburðum
til þess. Jón hafði þá yfirburði, að vera cand. philol. eftir
lögunum frá 1849; þau sömu lög gáfu hverjum, sem það
Próf hafði, forgöngurjett að rektorsembættum. Samkvæmt
lögunum fjekk Jón embættið, og hefur það varla bætt sam-
iyndið. Haldór var eldri kennari, en próflaus.
Jón Þorkelsson vantaði alla þá eiginlegleika, sem stjórn-