Skírnir - 01.01.1931, Page 48
42
Latínuskólinn 1872—78.
[Skírnir
ari slíkrar stofnunar þarf að hafa. Hann var staklega iðinn
vísindamaður og kyrrsetumaður, laus við alt veraldarvast-
ur út á við, að því leyti Haldóri gjörólíkur. En lag á að
stjórna átti hann ekki í vitum sínurn. Til marks um það
skal eitt dæmi nefnt. Ný skólareglugjörð kom 1877, þegar
við, efri deild í 4. bekk, áttum eitt ár eftir og þó ekki
nema 6 mánaða nám. Sú reglugjörð gerði ensku og frönsku
að skyldunámsgreinum. Hvað var nú sjálfsagðara en að
við, sem átturn svo skamt eftir, værum undanþegnir þess-
ari breytíngu, því að ævinlega er nokkur yfirfarsfrestur
veittur, þegar svo stendur á. Við fórum því þess á leit, að
þeir sem t. d. ekki áður höfðu lesið frönsku (eða ensku)
skyldu undanþegnir. Unr slíkt vildi Jón ekkert heyra, benti
á lögin, þarna stæði það. Og svo lásum við málfræði og
texta i 6 mánuði og urðum að ljúka fullnaðarprófi i þess-
um greinum. Jeg gekk upp eftir að hafa lesið 10 síður í
frönskunni (auk málfræðinnar). Getta má því nærri, hvaða
málamyndarlærdómur slikt var. En Jón ljet sig ekki, enda
var hann þrár nokkuð að eðlisfari. Slíkt hefði held jeg
enginn annar skólastjóri gert. Þessu undum við ákaflega
illa, og til þess að sýna honum það í verki, tókum við
flestir í bekknum okkur saman um að koma ekki til hinn-
ar vanalegu skilnaðarsamkomu hjá rektor, sem haldin var
eftir uppsögn skólans,
Samt sem áður gekk alt vel i skólanum þau 6 árin,
sem hjer ræðir um. Það má þakka skólapiltum sjálfum.
Við vorum friðsamir og sú setníng heyrðist oft meðal vor:
non scholæ sed vitæ discimus (»vjer lærum ekki í þágu
skólans, heldur hfsins«). Enginn uppreistarandi var til móti
skólanum eða stjórn hans. Við hlýddum lögum og lofum
— og lásum. Eitt atriði má þó hjer nefna, er sýndi nokk-
urn inótþróa. Piltar voru allleiðir á latínskum stíl, þótti
hann taka mikinn tíma, en vera að litlum notum; þetta
mátti til sanns vegar færa, þó eru stílar gagnlegir, ef vel
er með farið. Jeg held á minu öðru skólaári tóku allmargir
— eða vel flestir — piltar sig saman um að fara suður á
mela með allar sínar latínsku kompur og brenna þær þar