Skírnir - 01.01.1931, Qupperneq 49
Skirnir]
Latínuskólinn 1872—78.
43
á báli. Þetta var gert einn góðan veðurdag, og varð nokk-
uð umtal um það einsog við var að búast. Gestur Pálsson
orti nokkurs konar útfararkvæði, sem jeg á; þar er meðal
annars þetta erindi:
Ef ferðamaður fer um hjer
og finnur þennan stað,
þars heimska skólans hnigin er,
þá hræki hann leiði að.
Rektor (og kennarar liklega líka) skoðaði þetta sem nokk-
urs konar uppreist, gekk um bekkina og spurði, hvort sá
eða sá hefði verið með. Jeg hafði ekki verið með, af engu
öðru en því, að mjer var sárt um kompurnar. Mjer var
lagt það til lasts, og jeg var sjálfur hálfleiður út af þessu.
En svo heyrðist ekkert frekar um þetta, því var slegið
uiður, hefur verið skoðað sem barnaskapur, sem það og
lika var í raun og veru. Iðnin var almenn að heita mátti,
þótt einstöku letíngjar eða beinlínis slæpíngjar væru til.
beir fóru þá sumir úr skóla eftir stuttan tíma. Óregla var
svo að segja engin; einn eða tvo mætti nefna, sem »þótti
gott í staupi«, en aldrei bar neitt á því, svo að hneyksli
yrði úr. Því má ekki gleyma, að þá voru svo margir pilt-
ar orðnir fulltíða menn, margir milli tvítugs og þrítugs. Sá
olsti i mínum bekk var 27 ára, þegar við urðum stúdentar,
jeg stóð á tvítugu, og ekki nema einn (af 10) var örlitlu
Ýngri en jeg. Kann vera, að þessi þroski hafi valdið þvi,
hve vel vjer stjórnuðum oss sjálfir. Um pólitík skulu síðar
sögð nokkur örð.
Jón Þorkelsson var í rauninni ákaflega leiðinlegur
hennari, þur og þybbinn. Alt tóm málfræði og málmyndir,
hann kendi latínu og grísku. En það má hann eiga, að
nndirstöðukenslan í málmyndum í 2. bekk var traust.
Aldrei var eitt orð nefnt um efnið í ritunum, sem lesin
voru, tæplega að við vissum nokkuð um höfundana. Nokk-
nð lásum við í bókmentasögu, en alt var það dauft eða
dautt. Sama var um »antikvítet«, sem kölluð voru, um
stjórnarfar Grikkja og Rómverja. Jón þræddi Iínurnar með
hngrunum, og við áttum að segja alt, sem i þeim stóð.