Skírnir - 01.01.1931, Qupperneq 50
44
Latinuskólinn 1872—78.
[Skírnir
Aðalnámsefni Jóns var, sem kunnugt er, íslenskan sjálf, og
það er trúa mín, að þar hefðum við getað grætt mikið, ef
hann hefði kent hana, en þá kenslu hafði Haldór Friðriks-
son á hendi.
Haldór Friðriksson var alls annars eðlis en Jón, mjög
mikið gefinn fyrir að taka þátt i stjórnmálum, var lánga
ævi alþíngismaður, trúr fylgismaður Jóns Sigurðssonar, í
stjórn Reykjavíkurbæjar, blaðamaður og fleira. Þetta hafði
áhrif og ekki nein góð áhrif á skólastörfin. Hefur verið
minst á það dálítið. Aðalkenslugreinar hans voru íslenska
og þýska. Þýskuna kendi hann fremur vel með lexíulestri
og útúrspurníngum um beygíngar og þulur. Hann hafði
samið þýska málfræði, — ein af hinum fáu íslensku kenslu-
bókum —, og það var góðra gjalda vert. En þar í voru
óþarfa runur, sem læra skyldi utan bókar. Menn kannast
við vísu Kristjáns: »Der bösewicht, der geist, der gott | um
gáfur mínar alt ber vott« o. s. frv. En þetta var haft svo
í öðrum skólum. Kenslan i íslensku var, einsog áður er á
drepið, með lakasta móti, ekkert kent af því sem helst
skyldi kenna, þ. e. sögu málsins, breytíngar þær, sem á
hafa orðið frá því i fornöld og til nútímans. Jeg get enga
kenslu hugsað mjer skemtilegri en þessa, eða nám, sem
fremur ætti að vekja þá úngu til athugunar og tilfinníngar
fyrir hinu fagra móðurmáli voru. En alt þetta var Haldóri
hulinn fjársjóður, sem hann því eðlilega ekki gat miðlað
úr, en mikils mistum við þar við. Engar skýringar fengum
við á því lesna nema málfræðilegar á hans vísu. Út yfir
alt tók þó lestur Háttatals. Fulla skýríngu á því kvæði
fjekk jeg síðar, hjá Konráði Gíslasyni. Haldór var sk.aps-
munamaður mikill og óvæginn, þegar því var að skifta.
Hann var maður mjög hlutdrægur og misjafn við pilta. Við
einstöku uppáhaldssveina talaði hann með blíðubragði og
gaf þeim góðar einkunnir, en hinum, sem hann hafði feng-
ið einhvern ímugust á, var hann næsta erfiður og það þó
þeir hefðu lítið gert fyrir sjer. *) Mjer var hann frá því fyrsta
1) Jeg mátti ekki fara að vatnsborðinu og fá mjer vatnssopa,
svo að hann ónotaðist ekki við mig.