Skírnir - 01.01.1931, Qupperneq 51
:Skirnir]
Latinuskólinn 1872—78.
45
af litlum sem engum orsökum beinlínis illur, en batnaði
mikið tvö seinustu árin. Því það mátti Haldór eiga, að
hann breyttist ekki lítið í viðmóti við pilta, eftir því sem
ofar dró, og var ekki hægt að segja hið sama um suma
eða flesta hinna kennaranna. Þorvaldi Thóroddsen hefir
verið láð það, hvernig hann hefur skrifað um Haldór, og
hygg jeg það alt rjett, en það var óþarfi að skrifa alt sem
Þorvaldur reit. Það var almæli í skólanum, hvað illa Hal-
dór fór með Þorvald, um orsakirnar skal hjer ekki talað.
En vel má það skilja, að Haldór var ekki hlýr til hans,
þótt fallegast hefði verið, að hann hefði ekki látið hann
gjalda föður síns. Haldór var hinn einasti, sem jeg hef sjeð
slá í pilt í tíma, mig minnir að orsökin væri lítilfjörleg.
Þá tel jeg Gísla Magnússon. Hann var þreklega vax-
inn maður, hár og herðibreiður, andlitið nokkuð stórskorið
en tígulegt og eiginlega fagurt, hárið hrafnsvart. Það sóp-
aði að honum, hvar sem hann fór. Hann var allra manna
málsnjallastur og þótti gaman að halda lángar ræður, sem
hann kryddaði einatt með smásögum og skrýtlum um menn
og atburði. Af þeim kunni hann allan sand; svo var hann
°g mjög mannfróður, kunni deili á hverjum manni, einkum
sunnanlands, þaðan var hann ættskaður. Gísli var allra
manna hjartabestur. Hann hjálpaði mörgum skólasveini
áfram, setti þá við borð sitt, kendi þeim ókeypis o. s. frv.
Hann var hinn mesti öðlíngur í stuttu máli að segja. Hann
kendi latínu og grísku, og gekk mjög ríkt eftir rjettum og
nákvæmum þýðíngum. Hann fann undir eins, hvort piltur
sýndi sannan skilníng á textanum eða ekki nema hálfan,
og þá komst enginn undan hans aðfinningum. Með þessu
vandist maður á mikla nákvæmni og eftirtekt, og kom það
hverjum síðar að gagni, sem hafði fullan skilníng á þessu,
en hjá ýmsum vildi það nú samt fara nokkuð fyrir ofan
eða neðan garð. Gisli var nokkuð fornyrtur stundum og
var ekki laus við að vilja mynda einkennileg orð og orða-
tiltæki, og ýms orð með y bar hann fram með y-hljóði.
Mjer er óhætt að segja, að af honum lærði jeg lángmest
í málfræði og það í islenskunni sjálfri. Gisli fjekkst þó