Skírnir - 01.01.1931, Qupperneq 53
Skírnir]
Latinuskólinn 1872—78.
47
varð eftir á, kann jeg ekki að segja; líklega hefur kennara-
fundur verið haldinn, og málið þar eitthvað rætt, en aldrei
var til neinna hefnda leitað, svo að jeg muni. Líklega
hefur Gísli þar á eftir farið yfir lexíurnar á annan hátt, að
minsta kosti í þeim bekk. En það er jeg viss um, að Gísla
hefur þótt mikið um, jafnviðkvæmur og hann var í lund
og sjálfur svo velviljaður sem hann var. Þetta var hið ein-
asta »uppþot«, er gert var í minni tið, og þessi bekkur
var einna bestur allra. Eitt lítið dæmi til að sýna gæsku
Gísla skal nefnt. Eftir skólareglugjörðinni gömlu gátu piltar
þeir, sem vildu, fengið kenslu i hebresku 2 síðustu árin.
Þetta var arfur frá Bessastöðum. Þeir, sem tóku próf í he-
bresku við burtfararprófið, sluppu svo við frumnám og
próf við háskólann, og voru það því svo að segja ein-
göngu þeir, sem ætluðu sjer að stunda guðfræði, sem lásu
hebresku í skóla. Mig fýsti að komast niður í málinu, að-
eins málsins vegna. Við urðum svo 4, er hófum námið
1876, Þórhallur, síðar biskup, Jón Þórarinsson, Haldór Daní-
elsson og jeg. Hvers vegna Haldór var með, veit jeg ekki,
hann stundaði lög þegar er til Hafnar kom. Við vorum í
tímum heima hjá Gísla, og man jeg það, að hann veitti
»toddý«. Eftir að nýja reglugjörðin komst á, sem áður er
á minst, 1877, byrjaði jeg — þá einn — aftur hebreskuna
hjá Gísla, en eftir mánuð vindur hann mjer út á gáng og
segir mjer, að rektor hafi neitað að ávísa honum kenslu-
íje; hebreskan var ekki nefnd í reglugjörðinni; samt segir
hann, að jeg skuli koma og halda áfram náminu ókeypis-
Það kvaðst jeg engan veginn vilja, það hlyti að vera mis-
skilníngur slíkt hjá rektor, en honum varð ekki þokað eitt
fet, þegar jeg talaði við hann. Þá sá jeg ekki annað ráð
en fara í Haldór Friðriksson og ota honum fram móti
rektor. Hann fjekk því svo til vegar komið hjá stiftsyfir-
völdunum, að mjer var leyft að halda áfram. Jeg tók svo
burtfararpróf í hebresku hjá Gísla, og var það hin einasta
námsgrein, sem jeg fjekk hreint ágætlega í. Rektorvar við-
staddur og óskaði mjer eitthvað til lukku, »þjer að þakkár-
lausu« tautaði jeg við mig sjálfan. Jeg var sá seinasti