Skírnir - 01.01.1931, Síða 54
48
Latínuskólinn 1872—78.
[Skímir
skólapiltur, sem Gísli prófaði. Hann þjáðist þá af þeirri
veiki (steinsótt minnir mig), sem leiddi hann til bana. Hann
sigldi til Eiðinaborgar, og lagðist þar á spítala, og þar Iá
hann, er við 4, sem sigldum (»Finnur, Jóhannes, Páll og
Geir«, sem Mattías kvað), komum til borgarinnar; við leit-
uðum hann uppi, hann var málhress, las i einhverri enskri
bók, en sagði að það væri mikið mók á sjer. Skömmu
eftir að við komum til Hafnar, frjettum við lát hans. Það
tók mig mjög sárt. Mig hefur oft lángað til að rita ævi-
sögukorn Gísla og á drög til þess. Vegna þess, hve mjer
var alveg ókunnugt um æsku hans og uppvöxt, skrifaði
jeg bróður hans, Sigurði stórbónda á Skúmstöðum og ágæt-
um sveitarhöfðíngja, og bað hann um upplýsíngar um Gisla.
Jeg fjekk örskamt brjef frá honum aftur. Hann kveðst ekk-
ert muna um það nema eitt lítilræði. Eitt sinn skyldi Gísli
fara á milli með heylest, sjálfur ríðandi. Þegar heim kom,
sat Gísli þar einn, alt hitt var einhversstaðar úti á víða-
vangi, hafði slitnað aftan úr, en Gisli sat á hestbaki og
var að lesa í bók! Á Hafnarárum sinum var Gísli hand-
genginn Páli rektor Árnasyni, orðabókahöfundinum, frænda
sínum, og getur Páll hans loflega í formála hinnar latínsku
orðabókar. Gísli hefði átt að vera háskólakennari, en ekki
púla í því alla ævi að vera latínuskólakennari.
Þá tel jeg næstan Haldór Guðmundsson. Hann hafði
verið við háskólanám, lauk aldrei fullnaðarprófi, en fjekk
kenslustörf eftir Björn Gunnlaugsson. Því miður erfði hann
kensluna í grasafræði. Þar var þá enginn annar til, sýnir
það m. a. fátækt landsins. Haldór var ágætur stærðfræð-
íngur og skilningsgóður á þá grein alla, en einsog áður
var getið var einsog honum væri eigi lagið vel að útlista.
Hann var góður maður og gegn, stiltur vel að öllu saman-
lögðu, en gat þó við tækifæri orðið nokkuð bráður. Við
stríddum honum stundum dálítið, en þótti ætíð vænt um
hann. Jeg held enginn hafi borið neina vanþykkju til hans.
En sá var ljóður á ráði hans, að honum þótti gott í staup-
inu, um of. Gengu ekki allfáar sögur af því. Sem dæmi
þessa og líka sem dæmi góðvildar okkar til hans skal þessi