Skírnir - 01.01.1931, Síða 55
Skirnir]
Latínuskólinn 1872—78.
49
saga sögð. Einn mánudag held jeg það hafi verið, að Hal-
dór átti að hafa fyrsta tímann hjá okkur. Hann gengur að
kennarastólnum og segir: »0, þið getið átt fri í þessum
tíma,« svo sest hann í stólinn og — sofnar. Við áttuðum
okkur fljótlega á því, hvernig á stóð. Svo var það einsog
eítir samtökum, að við sátum allir einsog kyrlátar brúðir,
i mesta lagi að við hvísluðum, til þess að láta hann hafa
fullkomið næði. Það er jeg viss um, að hefði nokkur okk-
ar farið með þetta í rektor t. d., þá hefði sá ekki átt sjö
dagana sæla eftirá meðal vor, en það var enginn sem
Sagði frá. Þetta kalla jeg nú góðan anda. Þegar jeg eftir
19 ára útivist kom til Reykjavíkur (1897), hafði Haldór
sagt af sjer fyrir elli sakir. Jeg vildi heilsa uppá minn
góða gamla kennara. Hann bjó þá hjá Kristjáni Þorgríms-
syni, sem hafði tekið hann að sjer. Þegar jeg kom inn,
situr hann við annan mann við borðið og full flaska meðal
beirra. En svo var bók hins vegar; mig forvitnaði að vita,
hvað gamli maðurinn Iæsi — það voru þá eddukvæðin,
°g mjer þótti þá, og þykir enn, þetta vera fallegt docu-
mentum humanum. Haldór var Iágur maður, en einsog
rekinn saman; þykkur undir hönd og höfuðið ákaflega
uiikið. Hann hafði viðurnefnið »stubbur« eftir vexti.
Þá er að nefna Hannes Árnason. Hann var guðfræð-
‘ngur og heimspekíngur, kendi forspjallsvísindi við presta-
skólann, en var próflaus. Hann var giftur danskri konu, en
átti ekki barna. Heimilismál hans var þvi danska, og það
olli því, að hann talaði mjög blandna íslensku. í skólanum
kendi hann dýrafræði og steinafræði og hefur þess áður
verið getið. Kenslan var fornfáleg og eftir fornfálegri bók.
Virðíngin fyrir þessum kennara var aldrei mikil, og olli
því mest hans eigin framkoma og persóna, hann var litill
vexti, grannur og pervisalegur, og spjehræddur fram úr
öllu hófi. Það var ómögulegt annað, hvað alvörugefinn
sem maður annars var, en að hlæja að manninum og lát-
æði hans. Ef hann t. d. skyldi skrifa einhverjar töluraðir á
töbluna, hafði hann þær á blaði i hálfluktum lófa sínum,
og skotraði svo augunum þangað, þegar á þurfti að halda.
4