Skírnir - 01.01.1931, Qupperneq 56
50
Latinuskólinn 1872—78.
[Skirnir
Þetta sáu og vissu allir, en engum hefði dottið í hug að
skopast að því, að hann hefði blað til að fara eftir eða að
hann kynni ekki tölurnar, en það var það sem hann var
hræddur um. Svona var hann í öllu. Annars var hann við-
mótsþýður, og sletti sjaldnast upp á. Gárúngar gerðu mikið
gys að honum. Á öskudögum voru stundum hengdir á hann
3—4 drellirar margvíslega litir, og með þá öslaði hann um
bæinn i hinum háu stígvjelum sínum, þegar þess þurfti
með. Hannes var ákaflega ópraktískur maður og eiginlega
víst alveg utan við lífið. Þau hjón voru mjög sparneytin,
og honum tókst að nurla saman þó nokkru fje. Hann ljet
eftir sig »Hannesarsjóð« handa heimspekisnemöndum. Sú
stofnskrá sýnir best, hve ópraktískur hann var. — Það er
víst, að þótt Hannes væri svona gerður — engan óvin
áíti hann hvorki meðal pilta nje annara.
Páll Melsteð kendi sögu um allan skólann. Hann var
ákaflega þýður maður og Ijettur í máli, átti gnótt af smá-
sögum um ýmsa sögunnar menn, og var óspar á að rniðla
oss af þeirri gnótt; það gerði kensluna skemtilegri, en ann-
ars rakti hann, einsog aðrir, kenslubækurnar. En mikið mein
var það, að ekki eitt orð úr íslandssögu lærðum við, og
hefðum því getað farið úr skóla án þess að þekkja nafn
Snorra Sturlusonar, ef við hefðum ekki fengið ofurlitla
þekkíng á annan hátt, ef ekki öðruvísi þá af Háttatali,
sællar minníngar. Páll var sá einasti af kennurunum, sem
þjeraði alla pilta, frá hinum neðsta til hins efsta.
Steingrimur Thorsteinsson varð skólakennari sama haust-
ið, er jeg kom í skólann. Hann kom með skipinu frá Höfn,
er þá kom vanalega um þ. 10. október (seinasta ársferðin).
Steingrímur kendi latínu og grísku. Hann gerði það vel,
gaf okkur góðar og vel samdar þýðíngar, einsog við var
að búast af honum. Hann fór ekki nærri eins mikið út í
málfræði og beygingar, sem hinir. Hins vegar gaf hann
oss ekki mikið til skýríngar á efninu og ýmsu, sem þar að
laut, og aldrei sagði hann oss neitt fyrir utan bókina.
Fremur þur og fátalaður, og það duldist oss ekki, að kensla
væri honum ekki sjerlega eiginleg, heldur hlutverk, sem