Skírnir - 01.01.1931, Page 57
Skirnir]
Latínuskolinn 1872—78.
51
nann skyldu vegna yrði að inna af hendi. En öllum þótti
vænt um hann, því að hann var ljúfur í viðmóti, þótt hann
væri nokkuð þur. Hann var jafn við alla. Það var eflaust
ekki síst hin snjalla skáldskapargáfa hans, sem við dáðumst
að. Einsog kunnugt er varð hann síðar rektor, og gekk öll
stjórnin vel, að því er jeg veit, þótt ætla hefði mátt, að
skólastjórn mundi ekki beinlínis vera við hans hæfi eða eðli.
Annað stórskáld íslands leitaði heim skömmu síðar,
Benedikt Gröndal. Hann var, einsog allir vita, fjölnæmis-
niaður, sem kalla mætti. Hann kendi Iandafræði aðallega.
Hann spurði greiðlega og áttu svörin að falla eins, og það
gerðu þau, ef pilturinn kunni. Engar vifilengjur. Til þess
gekk hálf stundin. Hinn helmínginn gekk Gröndal þegjandi
um gólf og við gerðum, hvað við vildum, lásum eða skrif-
uðum stila. Aldrei var neinn hávaði í tímunum. Öllum þótti
vænt um Gröndal. Allir, sem þektu hann og muna, vita
hver ljóður var á ráði hans, því miður. Sá ljóður olli því,
að það gat komið fyrir, að hann gætti ekki skyldu sinnar
og kom ekki í tíma 2—3 daga eða svo. Þetta var ekki
holt, en fyrst var tekið vægilega á þessu, með því líka, að
aðrir kennarar voru ekki lausir við kvillann. Einsog kunn-
ugt er, var Gröndal vikið frá skólanum, en það gerðist eftir
mína daga, þegar aðrir og nýir menn voru komnir í valda-
sess. Reis út af því nokkur ófriðaralda, og Gröndal gaf út
ritlínga um málið og tók ómjúkan á. Þetta gerðist einmitt
um sama leyti og Gröndal misti konu sína (systur Geirs
T. Zoega), er hann unni sem augunum í sjer, tók sá harm-
ur hann sárt, og slepti hann sjer þá, og út úr þvi
var honum vikið frá. Oss lærisveina hans tók þetta
mjög sárt og hugðum Gröndal of hart leikinn. Gröndal
var mjög tilfinníngarikur maður og örskiftamaður,.en sagði
aldrei annað i svipinn en það sem hann meinti. Stundum
skjátlaðist honum einsog endurminníngar hans sýna, en
þar um skal ekki hjer talað frekar.
Þessir voru aðalkennarar vorir, er nú hafa taldir ver-
ið. Flestra þeirra hefur mjer verið ljúft að minnast, að ein-
hverju leyti.
4*